Við erum Háskólakorinn / We are the university choir of Iceland

— English below–

Sjáðu nýja myndbandið um Háskólakórinn. Við erum hópur ungs fólks sem elskar að syngja! Við syngjum íslensk lög auk klassískra tónverka. En ekki bara söngurinn, líka félagslífið er mikilvægur þáttur í kórnum. Við erum spennt fyrir frábæru nýju skólaári og erum að leita að nýjum meðlimum til liðs við okkur. Inntökuprufur eru 20. og 21. janúar frá kl 16:30 í Aðalbyggingu í Háskóla Íslands.

Watch the new video about Háskólakórinn. We are a group of young people, who love to sing! We sing Icelanic songs as well as classical pieces. But not only the singing, also the social life is an important part of the choir. We are excited for an amazing new school year and are looking for new members to join us. Auditions are held on 20st and 21st of January from 16:30 in Aðalbygging in the University of Iceland.

Tónleikum í Langholtskirkju / Concerts in Langholtskirkja

[English below]

Háskólakórinn og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins (Ungfónía) héldu glæsilega tónleika saman. Þau fluttu Gloríu eftir franska tónskáldið Francis Poulenc á tvennum tónleikum í Langholtskirkju. María Sól Ingólfsdóttir var einsöngvari. Auk þess lék Ingibjörg Linnet trompetkonsert eftir Johann Baptist Neruda, og frumflutt var sinfónía eftir tónskáldið Kjartan Ólafsson. Ungfónía var stofnuð árið 2004 og fagnaði 20 ára afmæli sínu. Stjórnandi kórsins og hljómsveitarinnar er Gunnsteinn Ólafsson.

—————————————-

The University Choir and the Young Symphony Orchestra (Ungfónía) had a great concert together. They performed Gloria by the french composer Francis Poulenc in two concerts in Langholtskirkja. María Sól Ingólfsdóttir was the soprano soloist is Gloria. In addition, Ingibjörg Linnet played a trumpet concerto by Johann Babtist Neruda and a symphony was premiered by the composer Kjartan Ólafsson. Ungfónía was founded in 2004 and celebrated its 20th anniversary. The director of the choir and orchestra is Gunnsteinn Ólafsson.

Listahátíð í Reykjavík og Tónleikar í Ungverjalandi og Austurríki / Reykjavik Arts Festival and Concerts in Hungary and Austria

— English below–

Háskólakórinn átti spennandi ár hingað til! Önnin hófst með frábærum vortónleikum, meðal annars með fjölbreyttri dagskrá íslenskra og ungverskra laga. Fljótlega eftir það var okkur boðið að syngja á Listahátíð í Reykjavík! Við studdum pólsk-úkraínska dúettinn DAGADANA, sem er þekktur fyrir að setja nútímalegt ívafi á hefðbundna slavneska tónlist. Við sungum lög á pólsku, auk DAGDANA’s nútíma útgáfa af Krummi svaf í klettagjá!

Aðeins einum degi síðar lögðum við af stað á stóra Evrópumótið okkar! Við byrjuðum ferðina á tónleikum í Balatonfüred við Balaton vatnið og heimsókn í Tíhany. Næsta stopp á leiðinni okkar var Búdapest! Hér hittum við kammerkórinn „Vass Lajos Kamarakórus“ og fengum okkur að syngja á ungversku og þau sungu líka á íslensku! Seinni hluti ferðarinnar fór fram í Vínarborg. Hér höfum við smá tíma til að skoða borgina, óperuna og stoltsgönguna! Síðasta daginn okkar héldum við tónleika með kórnum „Chor Wien Neubau“ sem bauð okkur á eftir á viðburð sem þeir kalla „Heuriger“ – hefðbundinn austurrískan kvöldverð þar sem boðið er upp á nýtt vín ársins – sem við nutum einstaklega vel!

Við hlökkum til nýs námsárs og vonumst til að taka á móti nýjum söngvurum í Háskólakórinn. Inntökuprufur fara fram 2. og 3. september frá klukkan 16:30 í kapellunni í Aðalbyggingu Háskóla Íslands.

————

Háskolakorinn had an exciting year so far! The semester started with a wonderful spring concert, including a broad programm of Icelandic and Hungarian songs. Soon after that we were invited to sing at the Reykavik Arts Festival! We supported the polish-ukranian duo DAGADANA, who are known for putting a contemporary twist on traditional Slavic music. We sang songs in polish, as well as DAGDANA’s modern version of Krummi svaf í klettagjá! 

Only one day later we started off to our big Europe Tour! We started the trip with a concert in Balatonfüred at Balaton Lake and a visit to Tíhany. Next stop on our route was Budapest! Here we met the chamber choir “Vass Lajos Kamarakórus” and had a shared us singing in Hungarian, and them singing in Icelandic aswell! The second part of our journey took place in Vienna. Here we has some time to explore the city, the opera and the pride parade! On our last day, we had a concert with the choir “Chor Wien Neubau” who invited us afterwards to an event they call “Heuriger” – a traditional Austrian dinner where the new wine of the year is served – which we enjoyed to the most!

We’re looking forward to the new academic year and hope to welcome new singers in Háskolakórinn. The auditions will take place on September 2nd and 3rd from 16:30 in the chapel in Aðalbygging at the University of Iceland. 

Dómkirkjur og uppseld Eldborg – Áheyrnaprufur framundan! – Cathedrals and sold out Eldborg – Auditions Ahead!

— English below–

Síðastliðið starfsár hefur verið mjög viðburðarríkt hjá Háskólakórnum.

Kórinn byrjaði árið síðasta haust á stórkostlegum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins þar sem Messa í C-dúr eftir Beethoven var flutt. Um vorið tóku við strangar æfingar í undirbúning undir útgáfutónleika. Þeir tónleikarnir voru svo haldnir 30. mars með þeim tilgangi að halda upp á útgáfu plötunnar Hrafnar sem nú má finna inná Spotify. Æfingar héldu áfram inn í sumarið fyrir stórtónleikar með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þar var heimsfræga verkið Carmina Burana eftir Karl Orff flutt fyrir fullan Eldborgarsal. Í lok starfsársins, til að bjóða sumarið velkomið, fór Háskólakórinn til Írlands þar sem að sungið var á kórhátíðinni Limerick Sings og á sjálfstæðum tónleikum í Dublin Christ Church Cathedral.

Nú í byrjun september heldur Háskólakórinn áheyrnaprufur á ný. Þær verða 4. og 5. september frá 16:30 í aðalbyggingu Háskóla Íslands og við kvetjum alla sem hafa tök á því að koma og taka þátt í þessu frábæra félags- og listaumhverfi. Við vonum að sjá sem flesta.

Last operating year was incredibly eventful for Háskólakórinn.

The year began last fall with a magnificent concert with The Iceland Symphony Youth Orchestra where Beethoven’s Mass in C-major was performed. Once spring began the focus turned to strenuous practices in preparation for an album release concert. The concert was held on the 30th of march as a way to celebrate Háskólakórinn’s new album ‘Hrafnar’ which can now be found on Spotify. Practices continued into the summer in preparation for a large performance of the world renown Carmina Burana by Karl Orff along with the Symphony Orchestra of Iceland. The concert was performed before a sold out Eldborg in Harpa. The operating year ended with a trip to Ireland where Háskólakórinn performed at the choir festival ‘Limerick Sings’ as well as at an independent concert in the Dublin Christ Church Cathedral.

This September Háskólakórinn holds auditions once again. They will be on the 4th and 5th of September from 16:30 onwards in the main building of the University of Iceland. Everyone is encouraged to come try out and be a part of this amazing social and creative environment.

Ársannáll Háskólakórsins

Árið 2019 var annasamt ár hjá meðlimum Háskólakórsins.

Janúar

Við byrjuðum árið á háu nótunum og héldum prufur fyrir nýja meðlimi og fengum margar einstaklega fallegar raddir og yndislegt fólk.
Það varð svo til að við fórum strax í kórbúðir í janúar í Varmaland. Þrátt fyrir mikinn snjó og heljarinnar hálku þá komust allir öruggir inn á æfingar.
Hæfileikakeppni hélt okkur í fullu fjöri langt fram á nótt og sigurinn hreppti Michael fyrir afar flotta diablo sýningu.
Aukaaðalfundur eða nýliðafundur eins og við köllum hann var haldinn á Bar Ananas. Valdir voru nýjir meðlimir í nefndirnar okkar, sem er mikilvægt fyrir öll störf kórsins.

Febrúar

Nýliðapartý kenndi nýjum meðlimum á hvernig alvöru kórpartý eiga að vera. Það er með miklum söng og geggjaðri stemmingu.
Við héldum kosningu um áfangastað kórferðar þessa árs og varð niðurstaðan að Háskólakórinn væri á leiðinni til Finnlands í júní að keppa í alþjóðakórakeppninni Tampereen Sävel. Vegna þessa hófum við æfingar á nokkrum krefjandi verkum til þess að taka með okkur þangað.

Mars

Árshátið Háskólakórsins var haldin í mars með pompi og prakt. Þemað var ansi óhefðbundið en það var leynilögreglur, Costa del Sol og kóríander. Kórmeðlimir komu saman spariklæddir í íþróttahúsi Seltjarnarness, borðuðu saman og skemmtu sér fram á nótt.

Apríl

Aðalfundur
Tveir meðlimir Háskólakórsins tóku sig til og endurskrifuðu nær allan lagabálk Háskólakórsins þar sem hann var orðinn gamall og þau stjórnmálafræðinemar sem elska stjórnsýslu. Því var kosið um hverja einustu lagabreytingu og var því aðalfundurinn afar langur. Núna erum við einkum stolt af þeim breytingum sem komust í gegn þar sem að aukið lögmæti er nú í störfum Háskólakórsins.
Ný stjórn var kosin til þess að taka til starfa eftir lokapróf. Niðurstaðan var eftirfarandi:
Forseti: Svana Björg Eiríksdóttir
Varaforseti: Anna Bjarnsteinsdóttir
Gjaldkeri: Diljá Þorkelsdóttir
Skemmtanastjóri: Védís Mist Agnadóttir
Ritari: Rökkvi Hlér Ágústsson

Maí

Próf og lokaskil urðu til þess að æfingar voru styttri um tíma.
Lögin fyrir Tampereen Sävel voru nær tilbúin og vorum við að vinna í allskyns fínpússun á verkunum.

Júní

1. júní flugum við saman út til Helsinki. Þar vorum við í fimm daga að syngja í mismunandi kirkjum og öðrum viðburðum. Ásamt því höfðum við tíma til þess að kynnast borginni og skemmta okkur saman. Síðan fórum við til Tampere til þess að taka þátt í keppninni sem gekk afar vel, og var skemmtileg reynsla fyrir okkur öll.
Nánari færslu um Finnland er að finna á kor.hi.is: https://kor.hi.is/?p=1059
Flugið okkar heim var síðan fellt niður að morgni dags. Ferðanefndarmeðlimir stóðu sig eins og hetjur þrátt fyrir talsvert stress. Þau fundu fyrir okkur gistingu á ágætis hóteli í þar sem við gistum í eina nótt. Allir fengu flug heim næsta dag og Icelandair borgaði fyrir allt uppihald á þessum aukadegi.

Júlí

Sumarfrí var fyrir kóræfingar en það gat ekki haldið okkur frá því að hittast og fara saman í útilegu. Snæfellsnes varð fyrir valinu og vorum við afar heppin með veður. Við gistum nálægt sjónum og fórum í sjósund á kvöldin. Gönguferðir um Þjóðgarðinn Snæfellsjökul um daginn og sundferð í Lýsuhólslaug. Borðuðum saman góðan mat og sungum við gítarspil langt fram á nótt.

Ágúst

Við fórum á milli bygginga Háskóla Íslands og sungum nokkur lög til þess að kynna kórinn og fá fleiri í prufur.
Margir mættu í kórprufur og var fyrsta æfing annarinnar troðfull af nýjum meðlimum. Við vorum eitthvað í kringum 90 manns strax eftir prufur en eins og alltaf helltist eitthvað úr lestinni.
Við héldum auka-aðalfund þar sem kosinn var nýliðafulltrúi í stjórn og hreppti Tryggvi Jóhönnuson Thayer titilinn. Fundurinn var á Curious bar og að fundarhöldum loknum var sungið, dansað og fluttu eldri meðlimir atriði frá Finnlandi fyrir þá nýju með mikilli gleði.

September

Hið hefðbundna nýliðapartý var haldið í eldhúsi á stúdentagörðum, eins og margoft áður. Fengu því nágrannarnir að heyra skemmtilegar útgáfur af lögunum okkar. 

Við fórum í smá myndatöku

Október

Kórbúðir voru að þessu sinni í Árnessýslu. Æfingar á stórverkinu Carmina Burana fóru fram daginn út og inn. Á milli þess sem að við skemmtum okkur saman, höfðum nýliðainnvígslu og gerðum raddatriði hvert fyrir annað.
Stjórnin eldaði dýrindis kvöldmat fyrir liðið, Vegan Oumph! Mexico súpu sem heppnaðist afar vel. Fólk skemmti sér síðan vel í heitum pottum, í göngutúrum og huggulegheitum saman yfir helgina.
Uppskrift af súpunni fengum við af Veganistur, sjá: http://www.veganistur.is/blogg/2017/6/4/vuzmz2d6isnk1zb778uaoop8zdbi9v
Við fengum bakkelsi meðal annars frá Brauð&co auk þess að fá allskyns gúmmelaði frá 17 sortum.

Nóvember

Snemma í nóvember var Hrekkjavökupartý haldið að góðum sið. Þar var búiningakeppni og hart slegist um sigurinn. Að sjálfsögðu var lýðræðisleg kosning varðandi málið og hér má sjá skemmtilegar myndir af búningunum:

Eftir þaulmikla skipulagningu að hálfu stjórnar Háskólakórsins var komið að því að flytja stórverkið Carmina Burana í Langholtskirkju. Erum við í stjórinni afar ánægð með árangurinn, enda heppnaðist flutningurinn afar vel og miðasala gekk vonum framar. 

Desember

Eftir lokapróf Háskólanema héldum við rólega jólatónleika. Þar sungum við öll helstu íslensku jólalögin og buðum gestum að hlýða á okkur ókeypis.
Við fluttum jólalög í Hjartagarði inni í jólaþorpi. Stóðum með nokkuð frosnar tær en tókst að syngja tærar heldur en gerist oft.
Í tilefni þess að Árnastofnun varð 50 ára þá sungum við í jólafríinu í Árnagarði fyrir Rektor, Forseta Íslands og fleiri góða væga gesti. Eins og alltaf finnst okkur gaman að vera stór hluti af háskólalífinu.
Við enduðum söngárið okkar saman í miðnæturmessu Neskirkju. Þar sungum við jólalögin okkar fyrir söfnuðinn og áttum fallega jólastund saman við kertaljós.

Meðlimir Háskólakórsins vilja þakka öllum fyrir samveruna og góðu stundirnar árið 2019 og hlakkar til þess að syngja meira árið 2020. Gleðilegt nýtt ár.

*A translation pending review

Ávarp stjórnar Háskólakórsins 2019-2020

Frá vinstri: Rökkvi Hlér – Ritari, Margrét – Gjaldkeri, Svana Björg – Forseti, Védís Mist – Skemmtanastjóri, Anna – Varaforseti og Tryggvi – Nýliðafulltrúi

(ENGLISH BELOW)

Háskólasamfélagið hefur ávallt verið þekkt fyrir framþróun og nýsköpun á öllum sviðum. Við í Háskólakórnum erum innilega þakklát fyrir að vera hluti af því samfélagi og ítrekum að öll eru velkomin að syngja með okkur og dreifa ástinni. Við erum kór stúdenta, núverandi og verðandi háskólanema allstaðar að úr veröldinni.

Við hlökkum til þess að sýna ykkur að hvað við erum að vinna!

Message from the board of Háskólakórinn 2019-2020

The university society has always been known for progress and innovation on all fronts. We in Háskólakórinn are extremely thankful to be a part of this community and we reiterate that everyone is welcome to come and sing with us and spread the love. We are a choir of university students and young adults from all over the world.

We are looking forward to showing you what we are working on!

Háskólakórinn er ávalt í fullu fjöri!

Næstu viðburðir á dagskrá eru:
Brautskráning úr Háskóla Íslands 22. febrúar í Háskólabíó.
Háskóladagurinn 29. febrúar í Aðalbyggingu kl.13.00
Vortónleikar í lok mars.
Kórferð til Skotlands í byrjun sumars.

Háskólakórinn is on full speed for the spring semester of 2020.


Next events up are:
Graduation from the University of Iceland on the 22nd of February in Háskólabíó.
The University day on the 29th of February we are performing in Aðalbygging at 13.00.
Spring concert at the end of March.
Choir trip to Scotland in the beginning of summer!

Kórbúðir í febrúar 2020. // Choir camp february 2020.

Carmina Burana – O Fortuna

(ENGLISH BELOW)

Tónleika tilkynning!
Carmina Burana í Langholtskirkju
Laugardaginn 23. nóvember kl.17:00,
Sunnudaginn 24. nóvember kl.17:00 og
Mánudaginn 25. nóvember kl. 20:00

Við Háskólakórinn og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins ætlum að blása til stórtónleika í Langholtskirkju þar sem Carmina Burana eftir Carl Orff verður flutt. Auk þess verður klarinettukonsert eftir Tryggva M. Baldursson frumfluttur. Stjórnandi er Gunnsteinn Ólafsson.

Carmina Burana eftir Carl Orff var frumflutt árið 1936 og fékk strax gríðarlega góðar viðtökur enda um magnað verk að ræða. Enn þann dag í dag vekur Carmina Burana mikla lukku bæði meðal áhorfenda og flytjenda. Verkið er rammað inn af sínu þekktasta stefi “O Fortuna!” sem hvert mannsbarn þekkir og elskar. Aðrir kaflar verksins eru ekki síðri enda gullfallegir og stórskemmtilegir. Þrír einsöngvarar taka þátt, þau Sólveig Sigurðardóttir sópran, Þorsteinn Freyr Sigurðsson tenór og Guðmundur Karl Eiríksson barítón. Félagar úr Drengjakór Reykjavíkur syngja hlutverk drengjakórsins.

Háskólakórinn er skipaður um 80 ungmennum sem flest stunda nám við Háskóla Íslands. Kórinn hefur tekið að sér ýmis stórverkefni í gegnum tíðina og er þetta í annað sinn sem kórinn glímir við Carminu Burana. Sinfóníuhljómsveit unga fólksins (Ungfónían) leikur með kórnum og frumflytur auk þess nýjan klarínettukonsert eftir Tryggva M. Baldvinsson. Konsertinn er í þremur köflum og er leikinn af syni tónskáldsins, Baldvini Tryggvasyni. Baldvin lauk námi við Royal College of Music í London árið 2017.

Gunnsteinn Ólafsson stjórnar Háskólakórnum og Ungfóníunni. Hann hefur margsinnis sameinað þessar tvær sveitir á tónleikum, síðast í óperunni Þrymskviðu eftir Jón Ásgeirsson haustið 2018.

Almennt miðaverð er 4000 kr. og fyrir nema, öryrkja og eldri borgara er veriðið 3000 kr. Aðgangsmiða má nálgast á tix.is og hjá flytjendum. Athugið að afsláttarmiðar fást eingöngu hjá flytjendum.

Hjólastólaaðgengi er á staðnum.
Öll velkomin!

Við erum innilega spennt og hlökkum til þess að sjá sem flesta!
Facebook viðburðurinn: https://www.facebook.com/events/913659762354607/

(ENGLISH BELOW)

Concert announcement!
Carmina Burana í Langholtskirkju
Saturday the 23rd of November at 5pm.
Sunday the 24th of November at 5pm and
Monday the 25th of November at 8pm.

Háskólakórinn (The University Choir) and Sinfóníuhljómsveit unga fólskins (Iceland Youth Symphony Orchestra) are hosting a grand concert in Langholtskirkja where Carmina Burana by Carl Orff will be performed, and brand new clarinet concerto by Tryggvi M. Baldvinsson will be premiered. The conductor is Gunnsteinn Ólafsson.

Carmina Burana by Carl Orff was first performed in 1936 and was immediately well received. It is a magnificent piece after all. To this day Carmina Burana is celebrated both by performers and listeners. The piece is framed by it‘s most well known chapter „O Fortuna!“ which is known and loved by most. The other chapters are no less beautiful and entertaining. Three soloists take part in the performance; Sólveig Sigurðardóttir soprano, Þorsteinn Freyr Sigurðsson tenor and Guðmundur Karl Eiríksson bariton. Members of Drengjakór Reykjavíkur (Reykjavík boys’ choir) sing the part of the boy‘s choir.

Háskólakórinn consists of around 80 youths, most of them students at Háskóli Íslands (the University of Iceland). The choir has performed many grand pieces through the years and this is the second time the choir sings Carmina Burana. Sinfóníuhljómsveit unga fólksins (Ungfónían) performs with the choir and also premiers a new clarinet concerto by Tryggvi M. Baldvinsson. The concerto is in three chapters and is performed by the composer’s son, Baldvin Tryggvason. Baldvin graduated from Royal College of Music in London in 2017.

Gunnsteinn Ólafsson conducts both Háskólakórinn and Ungfónían. He has combined the two many times, the last time being in the fall of 2018 when they performed the opera Þrymskviða by Jón Ásgeirsson.

Full ticket price is 4000 ISK and a discounted price for students, disabled people and pensioners is 3000 ISK. Tickets can be purchased through tix.is and through performers. Keep in mind that the discounted tickets are only available if you buy from a performer.

The church is accessible to wheelchair users.
All are welcome.

The Facebook event: https://www.facebook.com/events/913659762354607/

Hönnun/Design: Elsebeth Kristína Morh Vang

Kórbúðir // Choir camp

Kórbúðir eru nýafstaðnar og voru þær að þessu sinni í Árnessýslu í ljúfasta haustveðri. Við nýttum samveruna í að syngja Carmina Burana ótal sinnum, því nú fer að styttast í tónleikana okkar sem að verða í Langholtskirkju.
Tónleikadagar eru laugardaginn 23. nóvember kl.17:00., sunnudaginn 24. nóvember kl.17:00 og Mánudaginn 25. nóvember kl.20:00.
Hér koma nokkrar myndir úr kórbúðum og við mælum eindregið með að fylgja okkur á samfélagsmiðlum @haskolakorinn
Stjórnin þakkar innilega fyrir vel heppnaðar kórbúðir. xx

We recently had choir camp in the south of Iceland and enjoyed very pleasant autumn weather. We used our time together wisely to practice Carmina Burana, because now there is only one month until our first performance in Langholtskirkja.
Concert days are Saturday the 23nd of November at 5pm., Sunday the 24th of November at 5pm and Monday the 25th November at 8pm.
Here are some photos from choir camp and we recommend that you follow us on social media to keep up with us @haskolakorinn
The board sends its thanks for a successful choir camp.

Stjórn Háskólakórsins 2019-2020