Siðareglur Háskólakórsins

1.     Kórmeðlimir, stjórn og stjórnandi kórsins mega ekki mismuna kórfélögum til dæmis vegna kyns, kynþáttar, kynhneigðar, aldurs, fötlunar, þjóðernis, trúarbragða, skoðana eða vinatengsla.

 

2.     Kórfélagar skulu mæta vel á allar æfingar eins og kostur gefst. Hægt er að fá sérstakt leyfi hjá kórstjóra til að sleppa ákveðnum æfingum.

 

3.     Kórfélagar skulu mæta snyrtilegir til fara, tímanlega og undirbúnir á æfingar svo að þær geti hafist á réttum tíma.

 

4.     Kórfélagar skulu stilla einkasamtölum sín á milli til hófs á meðan á æfingu stendur eða geyma þar til í æfingahléi eða lok æfingar.

 

5.     Kórfélagar skulu ekki tala í síma eða valda öðru ónæði út frá símanotkun meðan á æfingu stendur.

 

6.     Kórfélögum er ekki leyfilegt að neyta matar, drykkjar, tóbaks, tyggigúmmís eða annars inni í kirkjunni á meðan á æfingu stendur. Leyfilegt er þó að hafa vatn í lokuðum flöskum. Í æfingarhléi má neyta matar í nestisaðstöðunni, en ekki á öðrum svæðum. Ef kórfélagi missir mat eða drykkniður skal hann tafarlaust þurrka upp eftir sig. Kórfélagar eiga að ganga snyrtilega um alla æfingaaðstöðu.

 

7.     Kórfélagar eiga einu sinni á önn að mæta með kaffibrauð (eðaaðrar veitingar) fyrir æfingahlé. Kórfélagar fá tækifæri í byrjun annar til aðskrá sig á ákveðna dagsetningu sem þeim hentar innan tiltekins tíma semkaffinefnd ákveður. Eftir að sá tími rennur út er kórfélögum úthlutuðdagsetning. Ef kórfélagi forfallast á þá æfingu sem hann á að koma meðkaffibrauð skal það vera á hans ábyrgð að finna staðgengil fyrir sig.

7.2.Þeir kórfélagar sem koma með kaffibrauð á æfingar eiga að hjálpa kaffinefnd aðundirbúa æfingahlé og að ganga frá eftir að því lýkur.

 

8.     Kórfélagar skulu horfa á stjórnandann, hlusta á hann og taka mark á honum.

 

9.     Kórfélagar skulu halda vel utan um nótur sem þeim hefur verið úthlutað og hafa þær með á æfingar. Kórfélagar skulu ekki taka fleiri en eitt eintak af hverju lagi. Kórfélagar skulu merkja nótur með nafni og geyma þær í möppum.

 

10. Kórfélagar skulu reyna að læra öll lög utanbókar fyrir tónleika og aðrar minni framkomur. Ef því er ekki náð og kórfélagi þarf að styðjast við nótur skulu þær undantekningarlaustvera í svartri möppu.

 

11. Kórfélagar hjálpast að við að undirbúa æfingu og ganga frá eftir æfingu. Allir kórfélagar sem geta eiga að bera palla upp og niður í byrjun og lok æfingar.

 

12. Kórfélagar skulu tilkynna raddformanni um forföll á æfingar, aukaæfingar, tónleika og aðra viðburði þar sem kórinn kemur fram.

 

13. Kórfélagar skulu vera í kórbúning á tónleikum, við útskriftir Háskóla Íslands, í messum og á öðrum framkomum þar sem stjórnin ákveður að kórinn skuli koma fram í kórbúning. Kórbúningur kórsins er svartur klæðnaður, rauð bindi fyrir stráka og rauðar perlufestar fyrir stúlkur. Stjórn kórsins afhendir kórfélögum bindi og perlur við upphaf hverjar framkomu og kórfélagar skila þeim aftur þegar framkomulýkur.

Reglur um kórbúning:

Stákar: Svört skyrta, svartar snyrtilegar buxur, svartir sokkar og svartir skór. Stúlkur: Svartur bolur eða skyrta, svartar buxur eða pils eða svartur kjóll og svört peysa. Svartir sokkar eða sokkabuxur og svartirskór. Ermar verða að ná að olnboga, hálsmál má ekki vera of flegið og pils eða stuttbuxur verða að ná niður á mið læri.

 

14. Allir kórfélagar skulu syngja í messu að minnsta kosti einu sinni á ári. Með messusöng borgar kórinn leigu fyrir æfingarhúsnæði og því er mikilvægt að kórfélagar taki mætingu í messu alvarlega.

14.2. Ef kórfélagi kemst ekki í úthlutaða messu er það á hans ábyrgð að finna staðgengil fyrir sig í samvinnu við messustjóra.

14.3. Forföll í messur skal tilkynna til messustjóra en ekki raddformanns.

 

 

15. Ósiðsamleg hegðun er ekki liðin á æfingum eða viðburðum sem tengjast kórstarfinu.

15.2. Viðburðir sem falla undir kórstarfið eru æfingaferðir, vorferð, skipulagðar skemmtanir á vegum kórsins, árshátíð og aðrar ferðir skipulagðar af stjórn eða nefndum kórsins.

15.3. Það sem fellur undir ósiðsamlega hegðun er til dæmis hvers kyns áreiti við einstaklinga, ítrekuð ofneysla vímuefna, einelti og ofbeldi (andlegt og líkamlegt).

 

16. Stjórn kórsins hefur í ákveðnum aðstæðum leyfi til að vísa kórfélaga úr kórnum, bæði tímabundið og varanlega.

16.2. Aðstæður sem falla undir þessa grein eru:

a) Ef kórfélagi hefur mætt illa á æfingar og stjórnog stjórnandi sjá ekki fram á að viðkomandi geti unnið upp þá vinnu sem hann missti af. Þá verður stjórn að gefa viðkomandi kórfélaga tækifæri á að byrja aftur þegar ný starfsönn byrjar.

b) Ef kórfélagi er ekki nægilega raddviss.

Að vera ekki nægilega raddviss merkir að eiga í erfðileikum með að syngja í röddum, syngja ítrekað vitlausar nótur án þess að taka framförum og hlusta ekki nægilega vel á raddfélaga sína.

Ef kórmeðlimur er ekki nægilega raddviss og stjórn og stjórnandi vilja vísa viðkomandi frá skal hann fyrst frá aðvörun um að ekki gangi nægilega vel. Ef kórmeðlimur bætir sig ekki nógu mikið að mati stjórnar og stjórnanda skal honum vísað frá.

 

17. Trúnaðarmenn sinnatrúnaðarstörfum innan kórsins. Trúnaðarmenn gæta nafnleyndar ef þess er óskað. Trúnaðarmenn eru tengiliðir á milli kórmeðlima og stjórnar. Trúnaðarmenn skulu hafa eftirlit með því að lögum kórsins og siðareglum sé fylgt eftir. Trúnaðarmenn skulu vinna í þágu kórsins og kórfélaga en ekki eftir eigin hagsmunahyggju. Trúnaðarmenn skulu ávallt hafa siðareglur kórsins að leiðarljósi. Trúnaðarmennskulu ávallt vera af báðum kynjum. Ef trúnaðarmaður telst óhæfur til að sinna tilteknu máli verður hann að víkja. Leyfilegt er að skipa óháðan einstaklingtímabundið í staðinn.

 

18. Ef kórmeðlimur finnst sekur um (alvarleg) brot á siðareglum þessum hefur stjórn kórsins leyfi til að vísa viðkomandi úr kórnum (samþykki trúnaðarmanna æskilegt).

18.2. Ekki er mögulegt fyrir næstu stjórnir að veita kórmeðlim inngöngu á ný eftir að hann finnst sekur um brot á siðareglum kórsins.

 

19. Þegar kórmeðlim er vísað úr kórnum þá er honum ekki leyfilegt að mæta á skipulagða viðburði á vegum kórsins. Það á t.d. við um æfingar, árshátíðir, skemmtanir, æfingaferðir, ferðalög eða aðra viðburði skipulagða af stjórn eða nefndum kórsins.

 

20. Breytingar á siðareglum þessum skulu gerðar á aðalfundi kórsins. Breytingartillögur skulu sendar kórfélögum viku fyrir aðalfund. Meirihlutaatkvæði skal gilda um kosningu á breytingartillögum.

Skildu eftir svar