Lög Háskólakórsins

KÓRLÖG HÁSKÓLAKÓRSINS

Kafli I – Heiti, heimili og markmið

1. grein

Kórinn heitir Háskólakórinn og heimili hans og varnarþing er í Reykjavík.

2. grein

 1. Markmið kórsins er að gefa félögum hans kost á að kynnast tónlist af ýmsu tagi og veita um leið öðrum innsýn inn í heim tónlistarinnar.
 2. Fastar æfingar skulu vera tvisvar í viku. Aukaæfingar eftir þörfum og að beiðni stjórnanda, en tillit skal þá tekið til námsálags félaga.
 3. Starfsáætlun skal liggja frammi í upphafi starfsárs. Verkefnaval skal vera í höndum stjórnar og stjórnanda. Meirihluti kórsins hefur vald til að hnekkja verkefnavali á almennum kórfundi.
 4. Stefnt skal að því að frumflytja minnst eitt íslenskt tónverk á ári.
 5. Kórinn kemur fram:
  1. á auglýstum tónleikum kórsins
  2. að beiðni rektors eða skrifstofu Háskólans með samþykki meirihluta kórsins. Stjórn og stjórnandi taki ákvörðun um aðra tónleika í samráði við kórfélaga.
 6. Allar ákvarðanir sem snerta skipulag kórstarfsins, framkomu kórsins og kostnað við tónleikahald skulu bornar undir stjórn sem hefur endanlegt ákvörðunarvald.

Kafli II – félagar

3. grein

Kórmeðlimir, stjórn og stjórnandi kórsins mega ekki mismuna kórfélögum vegna kyns, kynþáttar, kyngervis, kynhneigðar, aldurs, fötlunar, þjóðernis, trúarbragða, skoðana eða vinatengsla.

4. grein

Félagar kórsins skulu alla jafna vera skráðir stúdentar við Háskóla Íslands. Einnig er heimilt að veita öðrum þeim sem áhuga hafa á starfsemi kórsins inngöngu í hann og er það í höndum stjórnanda og stjórnar hverju sinni að ákveða hverjir skulu teknir inn.

5. grein

Réttindanautn í kórnum er bundin því skilyrði að félagar hafi greitt kórgjald

6. grein

Meðlimir, stjórn og stjórnandi kórsins skulu fylgja eftir bestu getu samþykktum siðareglum kórsins.

7. grein

Starfstími kórsins er að jafnaði frá 15. september til 20. apríl. Að auki kemur kórinn saman til æfinga í júní ár hvert og syngur við útskrift frá Háskóla Íslands.

8. grein

a) Það skal vera í höndum stjórnar jafnt sem kórstjóra að hafa úrskurðarvald um fjölda kórfélaga. Kórinn skal vera blandaður.

b) Ef stjórnandi og stjórn telur æskilegt má hvenær sem er raddprófa alla eða einstaka félaga kórsins.

9. grein
Fjármál kórsins

a) Þátttökugjald skal ákveðið af stjórn og greiðist a.m.k. helmingur þess í upphafi starfstímabils kórsins og er það í höndum stjórnar að ákveða hvenær afgangurinn er greiddur.

b) Stjórnarmeðlimir eru undanþegnir þátttökugjaldi á því starfsári sem þeir gegna embætti.

c) Þeir kórfélagar sem taka að sér setu í fjáröflunarnefnd, ferðanefnd og skemmtinefnd fá sérstök rökstudd hlunnindi sem ákveðin eru af stjórn kórsins og gert er grein fyrir í skýrslu stjórnar á aðalfundi. Stærðir nefnda eru breytanlegar eftir starfsárum og ákveðnar af stjórn kórsins.

d) Fari svo að kórinn hætti störfum renna eignir hans til Háskóla Íslands. Skulu þær geymdar í sérstökum sjóði þannig að þær ávaxtist sem best og afhendast þeim kór einum er Háskólaráð telur lögmætan arftaka Háskólakórsins. Að 10 árum liðnum skal Háskólaráð fá fullan yfirráðarétt yfir eignunum og ráðstafa þeim að vild.

 

Kafli II Stjórn Háskólakórsins og hlutverk

10. grein

Forseti

Forseti  hefur umsjón með starfsemi kórsins og eftirlit með því að fylgt sé að lögum hans og reglum í öllum greinum. Forseti boðar til aðalfunda og almennar kórfundar, og stjórnar þeim. Forseti er helsti talsmaður kórsins út á við.  Hann útdeilir verkefnum. Forseti er fyrsti tengiliður stjórnanda og taka þeir allar ákvarðanir í sameiningu. Ef upp um ósætti kemur, hefur stjórn kórsins útskurðarvald. Forseti hefur úrskurðarvald í stjórnarmálum.

11. grein

Varaforseti

Varaforseti gegnir öllum störfum forseta í forföllum hans. Hann er tengiliður allra nefnda Háskólakórsins, nema skemmtananefndar og hefur yfirumsjón með þeim. Varaforseti sér um alla miðla kórsins.

12. grein

Gjaldkeri

Gjaldkeri hefur á hendi yfirumsjón með fjárreiðum, innheimtu félagsins og bókfærslu. Gjaldkeri skal vera prókúruhafi yfir öllum reikningum sem eru undir kennitölu Háskólakórsins.  Hann heldur sjóðsbók um tekjur og gjöld kórsins og leggur fram ársskýrslu á aðalfundi. Hann sér um félagatal kórmeðlima.

13. grein

Skemmtanastjóri

Skemmtanastjóri skal hafa forgöngu um öflugt skemmtanalíf á vegum kórsins og hafa yfirumsjón með árshátíð kórsins. Hann skal í samráði við stjórn kórsins skipuleggja skemmtinefnd, árshátíðarnefnd og myndbandanefnd.

14. grein

Ritari

Ritari er skjalavörður félagsins. Ritari skal fyrst og fremst halda vörð um allar nótur Háskólakórsins, prenta, setja saman svo allt sé til reiðu á æfingum. Einnig sér hann um að skráðir séu stjórnarfundir, almennir kórfundir og allar helstu ákvarðanir þeirra. Forfallist einhver stjórnarmeðlimur tímabundið skal ritari taka við skyldum hans. Varaforseti er þó áfram staðgengill forseta.

15. grein

Nýliðafulltrúi

Nýliðafulltrúi fer með öll málefni nýliða. Hann sinnir nýjum og tilfallandi verkefnum að hverju sinni. Honum ber einnig að taka að sér verkefni sem stjórn félagsins setur honum til að hjálpa öðrum stjórnarmeðlimum sé til hans leitað.

16. grein

Vantrauststillögur

 1. Vantraust á stjórnarmeðlimi skal borið fram skriflega með undirskrift minnst 1/4  kórmeðlima. Stjórn Háskólakórsins skal, ef ofangreindum skilyrðum er fullnægt, boða til almenns kórfundar um vantraust innan viku frá því að vantrauststillagan berst henni. Vantrauststillagan telst samþykkt ef allavega 2/3 hlutar félaga samþykkja hana. Ef vantrauststillagan er samþykkt, skal kosið á ný í viðkomandi embætti á sama hátt og á aðalfundi.
 2. Ef að stjórnandi gerist sekur um brot á siðareglum starfsmanna Háskóla Íslands, skal stjórn Háskólakórsins halda atkvæðagreiðslu um hvort eigi að leggja fram formlega kvörtun til skrifstofu rektors samanber siðareglur háskólans sbr. Reglu 3 – Viðbrögð við brotum á siðareglum Háskóla Íslands. Þurfa 2/3 hlutar kórmeðlima að samþykkja tillöguna. Stjórn Háskólakórsins verður að halda atkvæðagreiðslu ef skriflega er borin fram tillaga þess efnis með undirskrift minnst 1/4  kórmeðlima.

 

17.grein

a) Ef kórinn ræður til starfa utanaðkomandi aðila í verkefni t.d. við einsöng, undirleik eða annað skal semja um allar launagreiðslur fyrirfram.

b) Í verkefnum þar sem einn eða fleiri utanaðkomandi aðilar koma við sögu velur stjórnandi viðkomandi í samráði við stjórn kórsins.

c) Í verkefnum þar sem einsöngvari kemur úr röðum kórsins geta kórfélagar óskað eftir sérstökum fyrirsöng vegna þessa. Stjórnandi velur viðkomandi í samráði við stjórn kórsins að því gefnu að viðkomandi sé samþykkur því að taka að sér verkefnið.

 

18. grein

Ef kjörinn embættisaðili segir af sér skal boða til almenns kórfundar og auglýsa eftir framboðum í viðkomandi embætti. Skal kosið á ný í viðkomandi embætti með sama fyrirkomulagi og á aðalfundi.

19. grein

Trúnaðaraðilar
Trúnaðaraðilar skulu vera tveir, að öllu jöfnu hvor af sínu kyni. Að minnsta kosti skal annar aðilinn vera með íslensku að móðurmáli og þeir báðir vel talandi á ensku. Trúnaðarmenn sinna trúnaðarstörfum innan kórsins. Trúnaðarmenn gæta nafnleyndar ef þess er óskað. Trúnaðarmenn eru tengiliðir á milli kórmeðlima og stjórnar. Trúnaðarmenn skulu hafa eftirlit með því að lögum kórsins og siðareglum sé fylgt eftir. Trúnaðarmenn skulu vinna í þágu kórsins og kórfélaga en ekki eftir eigin hagsmunahyggju. Trúnaðarmenn skulu ávallt hafa siðareglur kórsins að leiðarljósi. Ef trúnaðarmaður telst óhæfur til að sinna tilteknu máli verður hann að víkja. Leyfilegt er að skipa óháðan einstakling tímabundið í staðinn.

20. grein

Ljósmyndanefnd
Ber ábyrgð á að allir viðburðir Háskólakórsins séu ljósmyndaðir að einhverju leiti. Varaforseti má framselja viðkomandi nefnd umsjón miðla kórsins en hefur þó áfram yfirumsjón. Þegar myndum eða öðru efni er deilt opinberlega skal innihald þeirra vera í samræmi við siðareglur. Kórmeðlimir hafa rétt á að biðja um að mynd af þeim sé eytt eða fjarlægð af netinu, ef myndin veldur óþægindum.

21. grein

Umsjónaraðili fjáraflana
Umsjónaraðili fjáröflunar hefur umsjón með fjáröflunum kórsins. Umsjónaraðilinn vinnur með stjórn kórsins og nefndum við skipulagningu fjáraflana, útdeilingu verkefna og framkvæmd fjáröflunarviðburða. Viðkomandi heldur utan um fyrri styrktaraðili og fyrri fjáröflunarviðburði.

22. grein

Raddformenn skulu vera valdir í byrjun hverrar annar. Þeir skulu halda utan um mætingu raddfélaga sinna. Raddformenn eru ekki ábyrgir fyrir mætingu raddfélaga sinna en eru þó ábyrgir fyrir því að láta stjórn vita af mætingu raddfélaga ef raddfélagi hefur verið fjarverandi of oft.

Kafli III – fundir og kosningar í embætti

23. grein

Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum kórsins. Hann skal haldinn fyrir 1. maí ár hvert og til hans boðað með að minnsta kosti viku fyrirvara.

24. grein

Fundur er löglegur ef löglega er til hans boðað. Þeir einir hafa atkvæðisrétt á fundinum sem greitt hafa þátttökugjald yfirstandandi starfsárs og tekið virkan þátt í starfsemi kórsins á sama tíma. Komi upp ágreiningur um þetta atriði skal stjórn kórsins hafa úrskurðarvald.

25. grein

Kosning embættisaðila á aðalfundi og félagsfundi skal vera bindandi og leynileg.

26. grein

Kosning í nefndir þarf ekki að vera leynileg nema að eftir því sé sérstaklega óskað.

27. grein

Komi fleiri en tvö framboð og enginn frambjóðenda hlýtur hreinan meirihluta atkvæða, skal kosið aftur á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hljóta. Komi einungis eitt framboð í embætti skal samt sem áður kosið í viðkomandi embætti og þarf frambjóðandi að hljóta hreinan meirihluta atkvæða.

a) Skilgreining: Hreinn meirihluti er þegar frambjóðandi hlýtur meira en helming atkvæða (>51%)

b) Ef að enginn framboðandi hlýtur hreinan meirihluta, þarf að auglýsa aftur eftir nýjum framboðum í embættið og halda auka kórfund.

28. grein

Stjórn félagsins ræður alla starfsmenn kórsins. Það er í höndum stjórnar hvaða nefndir eru starfandi hverju sinni en eftirfarandi nefndir skulu alltaf starfa

 1. Kaffinefnd
 2. Ljósmyndanefnd
 3. Skemmtinefnd
 4. Ferðanefnd
 5. Umsjónaraðili fjáraflana
 6. Trúnaðaraðilar

 

29. grein

Á dagskrá aðalfunda skulu vera eftirtalin atriði:

 1. Skýrsla stjórnar
 2. Ársskýrsla
 3. Tillögur um lagabreytingar
 4. Ráðning stjórnanda
 5. Kosning formanns
 6. Kosning annarra stjórnarmanna
 7. Kosning skoðunarmanns reikninga
 8. Önnur mál

30. grein

Stjórnarskipti skulu hafa átt sér stað eigi síðar en 1. september á þar til gerðum fundi, þar sem fráfarandi stjórn útskýrir fyrir nýkjörinni stjórn starfsemi og hlutverk stjórnar.

31. grein

Lagabreytingartillögur skulu berast stjórn kórsins skriflega ekki síðar en fjórum dögum fyrir aðalfund. Stjórn ber að kynna þær minnst tveimur dögum fyrir aðalfund.

32. grein

Almennan kórfund skal halda ef stjórnin telur ástæðu til. Ennfremur er skylt að boða til slíks fundar ef a.m.k. 20% kórfélaga æskja þess. Slíkir fundir skulu hlíta almennum reglum um fundarsköp.

33. grein

Halda skal einn almennan kórfund í upphafi starfsárs kórsins og á fundinum skal:

 1. Fyrirhugað starf kórsins kynnt
 2. Kosning nýliðafulltrúa í stjórn
 3. Kosið í nefndir
 4.  Trúnaðarmenn kosnir

 

Kafli IV – Stjórnandi

 

34. grein

 

a) Stjórnandi kórsins er ráðinn á aðalfundi til eins árs í senn og sér stjórnin um val hans. Ákvörðun hennar skal hljóta samþykki fundarins.

 

b) Stjórnandi skal að jafnaði sitja stjórnarfundi og hefur hann þar málfrelsi og tillögurétt.

 

c) Forfallist stjórnandi um lengri eða skemmri tíma skal á almennum kórfundi tekin afstaða til þess hvort ráða skuli annan til að gegna störfum í fjarveru hans. Staðgengillinn skal valinn í samráði við stjórnanda ef mögulegt er og hljóta samþykki meirihluta kórsins.

d) Háskólakórinn getur tekið að sér reglulega þjónustu utan Háskóla Íslands, t.d. við messusöng. Samið skal þá við stjórnanda kórsins vegna þessa, enda heyrir viðkomandi þjónusta ekki beint undir starf hans.

Undanfarin lög voru síðast samþykkt á aðalfundi Háskólakórsins 24. apríl 2019 

Kafli V – Siðareglur

 1.  

Kórfélagar skulu mæta vel á allar æfingar eins og kostur gefst. Þeir skulu mæta tímanlega og undirbúnir á æfingar svo að þær geti hafist á réttum tíma. Hægt er að fá sérstakt leyfi hjá kórstjóra til að sleppa ákveðnum æfingum.

 1.  

Kórfélagar skulu stilla einkasamtölum sín á milli í hóf á meðan á æfingu stendur eða geyma þar til í æfingahléi eða lok æfingar.

2.2

Kórfélagar skulu horfa á stjórnandann, hlusta á hann og taka mark á honum.

 1.  

Kórfélagar skulu ekki tala í síma eða valda öðru ónæði út frá með símanotkun meðan á æfingu stendur.

 1.  

Kórfélögum er ekki leyfilegt að neyta matar, drykkjar, tóbaks, tyggigúmmís eða annars inni í kirkjunni á meðan á æfingu stendur. Leyfilegt er þó að hafa vatn í lokuðum flöskum. Í æfingarhléi má neyta matar í nestisaðstöðunni, en ekki á öðrum svæðum. Ef kórfélagi missir mat eða drykk niður skal hann tafarlaust þurrka upp eftir sig. Kórfélagar eiga að ganga snyrtilega um alla æfingaaðstöðu.

 1.  

Kórfélagar skulu halda vel utan um nótur sem þeim hefur verið úthlutað og hafa þær með á æfingar. Kórfélagar skulu ekki taka fleiri en eitt eintak af hverju lagi. Kórfélagar skulu merkja nótur með nafni og geyma þær í möppum.

 1.  

Kórfélagar skulu reyna að læra öll lög utanbókar fyrir tónleika og aðrar minni framkomur. Ef því er ekki náð og kórfélagi þarf að styðjast við nótur skulu þær undantekningarlaust vera í svartri möppu.

     7.

Kórfélagar hjálpast að við að undirbúa æfingu og ganga frá eftir æfingu. Allir kórfélagar sem geta eiga að bera palla upp og niður í byrjun og lok æfingar.

 1.  

Mikilvægt er að kórfélagar tilkynni raddformanni um forföll á æfingar, aukaæfingar, tónleika og aðra viðburði þar sem kórinn kemur fram. Raddformanni ber að skrá mætingu og hafa samband við kórfélaga sem mætir ekki á tvær æfingar í röð án þess að láta vita og fá skýringar á fjarveru hans. Kórfélagi sem mætir ekki á þrjár æfingar í röð án þess að gera grein fyrir fjarvist sinni skoðast hættur í kórnum.

 1.  

Kórinn leitast eftir því að vera umhverfisvænn.

 1.  

Stjórnandi og aðrir starfsmenn skulu koma vel fram við kórfélaga og sýna þeim virðingu.

   10.2

Kórstarf skal ekki koma í veg fyrir menntun meðlima

   10.3

Stjórnandi og stjórn skulu leggja sig fram við að tryggja að allar upplýsingar komist til skila þegar talað er til kórsins.

 1.  

Kórfélagar skulu vera í kórbúning á tónleikum, við útskriftir Háskóla Íslands, í messum og á öðrum framkomum þar sem stjórnin ákveður að kórinn skuli koma fram í kórbúning. Kórbúningur kórsins er svartur klæðnaður og annað hvort rauðar perlur eða rauð bindi.

Reglur um kórbúning: Kórfélagar skulu vera í snyrtilegum fötum, öllum svörtum og skulu skór einnig vera svartir. Ermar verða að ná niður fyrir olnboga, hálsmál mega ekki vera of víð, kjólar, pils og stuttbuxur verða að ná niður á mið læri og undir þeim þurfa að vera svartar sokkabuxur. Stjórn kórsins afhendir kórfélögum bindi og perlur við upphaf hverjar framkomu og kórfélagar skila þeim aftur þegar framkomu lýkur.

 1.  

Allir kórfélagar skulu syngja í messu að minnsta kosti einu sinni á önn. Með messusöng borgar kórinn leigu fyrir æfingahúsnæði og því er mikilvægt að kórfélagar taki mætingu í messu alvarlega.

   12.2

Ef kórfélagi kemst ekki í úthlutaða messu er það á hans ábyrgð að finna staðgengil fyrir sig.

   12.3

Forföll í messur skal tilkynna til messustjóra en ekki raddformanns.

 1.  

Ósiðsamleg hegðun er ekki liðin á æfingum eða viðburðum sem tengjast kórstarfinu.

   13.2

Viðburðir sem falla undir kórstarfið eru æfingaferðir, vorferð, skipulagðar skemmtanir á vegum kórsins, árshátíð og aðrar ferðir skipulagðar af stjórn eða nefndum kórsins.

   13.3

Það sem fellur undir ósiðsamlega hegðun er til dæmis hvers kyns áreiti við einstaklinga, einelti og ofbeldi (andlegt og líkamlegt).

   13.4

Ef kórmeðlimur telur sig hafa orðið fyrir einhverskonar áreiti, einelti eða ofbeldi í tengslum við kórinn eru þeir hvattir til þess að tilkynna það til stjórnarmeðlima eða trúnaðarmanna.

 1.  

Stjórn kórsins hefur við ákveðnar aðstæður leyfi til að vísa kórfélaga úr kórnum, bæði tímabundið og varanlega.

   14.2

Aðstæður sem falla undir þessa grein eru:

a) Ef kórfélagi hefur mætt illa á æfingar og stjórn og stjórnandi sjá ekki fram á að viðkomandi geti unnið upp þá vinnu sem hann missti af. Þá verður stjórn að gefa viðkomandi kórfélaga tækifæri á að byrja aftur þegar ný starfsönn byrjar og gefa viðkomandi andmælarétt.

b) Ef kórfélagi er ekki nægilega raddviss.

Að vera ekki nægilega raddviss merkir að eiga í erfðileikum með að syngja í röddum, syngja ítrekað vitlausar nótur án þess að taka framförum og hlusta ekki nægilega vel á raddfélaga sína.

Ef kórmeðlimur er ekki nægilega raddviss og stjórn og stjórnandi vilja vísa viðkomandi frá skal hann fyrst fá aðvörun um að ekki gangi nægilega vel. Ef kórmeðlimur bætir sig ekki nógu mikið að mati stjórnar og stjórnanda skal honum vísað frá.

 1.  

Ef kórmeðlimur gerist sekur um (alvarleg) brot á siðareglum þessum hefur stjórn kórsins leyfi til að vísa viðkomandi úr kórnum (samþykki trúnaðarmanna og stjórnanda æskilegt).

   15.2

Ekki er mögulegt fyrir næstu stjórnir að veita kórmeðlim inngöngu á ný eftir að hann gerist sekur um brot á siðareglum kórsins.

 1.  

Þegar kórmeðlim er vísað úr kórnum þá er honum ekki leyfilegt að mæta á skipulagða viðburði á vegum kórsins. Það á t.d. við um æfingar, árshátíðir, skemmtanir, æfingaferðir, ferðalög eða aðra viðburði skipulagða af stjórn eða nefndum kórsins. Viðkomandi aðila er heimilt að sækja tónleika kórsins sem almennur tónleikagestur og greiðir í samræmi við það.

   17.

Eigi meðlimur kórsins að syngja einsöngspart, skulu haldnar raddprufur. Öllum þeim er langar til að syngja partinn er boðið til raddprufu og heppilegastur kandídat er valinn af kórstjóra og stjórn kórsins. Raddprufur skulu auglýstar einni viku hið minnsta fyrir settan raddprufudag. Verði svo að enginn sækist eftir hlutverki einsöngvara skal stjórnandi biðja heppilegan kandídat að taka verkefnið að sér, eftir að hafa ráðfært sig við stjórn kórsins. Einnig skal velja staðgengil fyrir einsöngspartinn ef fyrsti kostur skyldi veikjast á tónleikum.

 1.  

Breytingar á siðareglum þessum skulu gerðar á aðalfundi kórsins. Breytingartillögur skulu sendar kórfélögum að minnsta kosti fjórum dögum fyrir aðalfund. Meirihlutaatkvæði skal gilda um kosningu á breytingartillögum.

Siðareglur þessar voru síðast samþykkt á aðalfundi Háskólakórsins 12. apríl 2022 með nokkrum breytingum frá því áður.