Carmina Burana – O Fortuna

(ENGLISH BELOW)

Tónleika tilkynning!
Carmina Burana í Langholtskirkju
Laugardaginn 23. nóvember kl.17:00,
Sunnudaginn 24. nóvember kl.17:00 og
Mánudaginn 25. nóvember kl. 20:00

Við Háskólakórinn og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins ætlum að blása til stórtónleika í Langholtskirkju þar sem Carmina Burana eftir Carl Orff verður flutt. Auk þess verður klarinettukonsert eftir Tryggva M. Baldursson frumfluttur. Stjórnandi er Gunnsteinn Ólafsson.

Carmina Burana eftir Carl Orff var frumflutt árið 1936 og fékk strax gríðarlega góðar viðtökur enda um magnað verk að ræða. Enn þann dag í dag vekur Carmina Burana mikla lukku bæði meðal áhorfenda og flytjenda. Verkið er rammað inn af sínu þekktasta stefi “O Fortuna!” sem hvert mannsbarn þekkir og elskar. Aðrir kaflar verksins eru ekki síðri enda gullfallegir og stórskemmtilegir. Þrír einsöngvarar taka þátt, þau Sólveig Sigurðardóttir sópran, Þorsteinn Freyr Sigurðsson tenór og Guðmundur Karl Eiríksson barítón. Félagar úr Drengjakór Reykjavíkur syngja hlutverk drengjakórsins.

Háskólakórinn er skipaður um 80 ungmennum sem flest stunda nám við Háskóla Íslands. Kórinn hefur tekið að sér ýmis stórverkefni í gegnum tíðina og er þetta í annað sinn sem kórinn glímir við Carminu Burana. Sinfóníuhljómsveit unga fólksins (Ungfónían) leikur með kórnum og frumflytur auk þess nýjan klarínettukonsert eftir Tryggva M. Baldvinsson. Konsertinn er í þremur köflum og er leikinn af syni tónskáldsins, Baldvini Tryggvasyni. Baldvin lauk námi við Royal College of Music í London árið 2017.

Gunnsteinn Ólafsson stjórnar Háskólakórnum og Ungfóníunni. Hann hefur margsinnis sameinað þessar tvær sveitir á tónleikum, síðast í óperunni Þrymskviðu eftir Jón Ásgeirsson haustið 2018.

Almennt miðaverð er 4000 kr. og fyrir nema, öryrkja og eldri borgara er veriðið 3000 kr. Aðgangsmiða má nálgast á tix.is og hjá flytjendum. Athugið að afsláttarmiðar fást eingöngu hjá flytjendum.

Hjólastólaaðgengi er á staðnum.
Öll velkomin!

Við erum innilega spennt og hlökkum til þess að sjá sem flesta!
Facebook viðburðurinn: https://www.facebook.com/events/913659762354607/

(ENGLISH BELOW)

Concert announcement!
Carmina Burana í Langholtskirkju
Saturday the 23rd of November at 5pm.
Sunday the 24th of November at 5pm and
Monday the 25th of November at 8pm.

Háskólakórinn (The University Choir) and Sinfóníuhljómsveit unga fólskins (Iceland Youth Symphony Orchestra) are hosting a grand concert in Langholtskirkja where Carmina Burana by Carl Orff will be performed, and brand new clarinet concerto by Tryggvi M. Baldvinsson will be premiered. The conductor is Gunnsteinn Ólafsson.

Carmina Burana by Carl Orff was first performed in 1936 and was immediately well received. It is a magnificent piece after all. To this day Carmina Burana is celebrated both by performers and listeners. The piece is framed by it‘s most well known chapter „O Fortuna!“ which is known and loved by most. The other chapters are no less beautiful and entertaining. Three soloists take part in the performance; Sólveig Sigurðardóttir soprano, Þorsteinn Freyr Sigurðsson tenor and Guðmundur Karl Eiríksson bariton. Members of Drengjakór Reykjavíkur (Reykjavík boys’ choir) sing the part of the boy‘s choir.

Háskólakórinn consists of around 80 youths, most of them students at Háskóli Íslands (the University of Iceland). The choir has performed many grand pieces through the years and this is the second time the choir sings Carmina Burana. Sinfóníuhljómsveit unga fólksins (Ungfónían) performs with the choir and also premiers a new clarinet concerto by Tryggvi M. Baldvinsson. The concerto is in three chapters and is performed by the composer’s son, Baldvin Tryggvason. Baldvin graduated from Royal College of Music in London in 2017.

Gunnsteinn Ólafsson conducts both Háskólakórinn and Ungfónían. He has combined the two many times, the last time being in the fall of 2018 when they performed the opera Þrymskviða by Jón Ásgeirsson.

Full ticket price is 4000 ISK and a discounted price for students, disabled people and pensioners is 3000 ISK. Tickets can be purchased through tix.is and through performers. Keep in mind that the discounted tickets are only available if you buy from a performer.

The church is accessible to wheelchair users.
All are welcome.

The Facebook event: https://www.facebook.com/events/913659762354607/

Hönnun/Design: Elsebeth Kristína Morh Vang

Kórbúðir // Choir camp

Kórbúðir eru nýafstaðnar og voru þær að þessu sinni í Árnessýslu í ljúfasta haustveðri. Við nýttum samveruna í að syngja Carmina Burana ótal sinnum, því nú fer að styttast í tónleikana okkar sem að verða í Langholtskirkju.
Tónleikadagar eru laugardaginn 23. nóvember kl.17:00., sunnudaginn 24. nóvember kl.17:00 og Mánudaginn 25. nóvember kl.20:00.
Hér koma nokkrar myndir úr kórbúðum og við mælum eindregið með að fylgja okkur á samfélagsmiðlum @haskolakorinn
Stjórnin þakkar innilega fyrir vel heppnaðar kórbúðir. xx

We recently had choir camp in the south of Iceland and enjoyed very pleasant autumn weather. We used our time together wisely to practice Carmina Burana, because now there is only one month until our first performance in Langholtskirkja.
Concert days are Saturday the 23nd of November at 5pm., Sunday the 24th of November at 5pm and Monday the 25th November at 8pm.
Here are some photos from choir camp and we recommend that you follow us on social media to keep up with us @haskolakorinn
The board sends its thanks for a successful choir camp.

Stjórn Háskólakórsins 2019-2020

Inntökuprufur//Auditions!

[ENGLISH BELOW]

Háskólakórinn vantar nýja söngfugla til að bæta í hópinn!
Allar raddir eru velkomnar að kíkja til okkar í inntökuprufu sem fer fram í Kapellunni á annarri hæð í Aðalbyggingu Háskóla Íslands.

Miðvikudaginn 28. ágúst kl.16:30 – 18:00 og
þriðjudaginn 3. september kl. 16:30 – 18:00

Fyrirkomulag inntökuprufunar:
Umsækjendur fara einn í einu inn í Kapelluna þar sem Kórstjóri og fulltrúi kórstjórnar taka á móti þeim.
Óþarfi er að mæta með tilbúið lag þar sem aðeins er verið að prófa raddsvið og getu. Kórstjórinn mun fara með þér yfir nokkra skala og líklegast biðja þig um að syngja eða raula Maístjörnuna.

Um kórinn:
Háskólakórinn er ómissandi partur af háskólalífinu og telur meðlimi frá öllum háskólum höfuðborgarsvæðisins.
Starfsemi kórsins er viðamikil en ásamt því að koma fram á fjölmörgum viðburðum, innan Háskóla Íslands sem utan, heldur kórinn annartónleika, fer í æfingarbúðir og tónleikaferðalög, heldur árshátíð og fullt af partýum.
Kórinn er fullur af fáránlega skemmtilegu fólki og við hvetjum alla sem hafa gaman af því að syngja og skemmta sér að koma í prufurnar.
Æfingar eru tvisvar í viku á þriðjudögum og fimmtudögum frá 17:15 til 19:30.

Frekari upplýsingar ásamt fyrirspurnum er hægt að nálgast í gegnum emailið okkar: kor@hi.is eða hér á síðunni.
Instagram: @haskolakorinn

Hlökkum til að sjá ykkur! ❤️

Facebook viðburðurinn:
https://www.facebook.com/events/348542212696228/?event_time_id=351538475729935


The University Choir, Háskólakórinn, is looking for new songbirds to add to their rank!
All voices are welcome to come to our auditions, which will be held in the chapel of the main building of the university!

Wednesday the 28th of August at 16:30 – 18:00 and
Tuesday the 3rd of September at 16:30 – 18:00.

Audition procedure:
People auditioning will be called in one by one, with only the choir conductor as well as a representative from the choir board present.
The conductor will conduct the audition.
The aim of the audition is to hear the range and singing ability, and therefore you are not required to show up with a prepared song.
The conductor will instead go through some scales with you as well as ask you to sing one song (for international students often a well-known folk song from their country).

About the choir:
The University Choir is an inseparable part of the university life and counts members from all of the universities in Reykjavík. The Choir sings at all the main events within the University of Iceland and performs on many other occasions as well as having its own concerts, going to rehearsal camps, travel and throw countless parties.
The choir is full of cool people and fun times and we encourage everybody to come and check us out.
Rehearsals are every Tuesday and Thursday at 17:15 to 19:30.

All further information is on the choirs page and/or through our e-mail, kor@hi.is
Instagram: @haskolakorinn

We look forward to see you!

The Facebook event:
https://www.facebook.com/events/348542212696228/?event_time_id=351538475729935

Kórferð til Finnlands // Choir trip to Finland

ENGLISH BELOW
Í byrjun sumars fór Háskólakórinn til Finnlands til þess að taka þátt í kórahátíð, Tampereen Sävel.

Við vorum með frábæran undirbúning þar sem að við sungum í mörgum af fallegustu sölum og kirkjum Helsinki áður en að hátíðin hófst. Þar á meðal í Kallion kirkju, Temppeliauko kirkju, sem er einnig þekkt sem klettakirkjan og á útisviði Espan Lava með fleiri kórum sem tóku einnig þátt í Tampereen Sävel.

Allar frístundir voru vel nýttar í að skoða landið, lenda í ævintýrum og auðvitað var sungið við hvert tækifæri. Að gefnu tilefni vill stjórnin þakka ferðanefndinni fyrir frábær störf.
Instagram: @haskolakorinn
Nokkrar upptökur frá ferðinni: https://www.youtube.com/playlist?list=PLtHjdtn5k3jFPA7KhU3p4iOSA0T2moV_y

English:
In the beginning of summer Háskólakórinn went to Finland to participate in Tampere Vocal Music Festival (Tampereen Sävel).


We were well prepared as we got to sing in many of the prettiest music halls and churches of Helsinki before the festival started. We preformed in Kallion church, Temppeliauko church also known as the rock church and on the outdoor stage Espan Lava with other choirs also participating in Tampereen Sävel.


All of our free time was well used for exploring Finland, small adventures and singing at every given opportunity. The board would like to thank the travel committee for a job very well done.
Instagram: @haskolakorinn
A few recordings from the trip: https://www.youtube.com/playlist?list=PLtHjdtn5k3jFPA7KhU3p4iOSA0T2moV_y

Ný stjórn Háskólakórsins! // The new board

(ENGLISH BELOW)

í vor var kosin ný stjórn fyrir Háskólakórinn í henni sitja fimm meðlimir Háskólakórsins og sjá um alla skipulagningu kórastarfsins. Strax í haust mun nýliðafulltrúi verða valinn til að bæta og kæta nýja stjórn.

English:
This spring a new board was elected for Háskólakórinn, the new board consists of five members of Háskólakórinn that take care of all organization around the choir. This fall a sixth member will be selected as a the new members representative.

Rökkvi Hlér Ágústsson
Ritari / Secretary

Inntökuprufur // Audition time!

[ENGLISH BELOW]

Jæja kæru söngfuglar!

Það eru inntökuprufur 29. og 31. ágúst!

Nú fer Háskólakórinn nefnilega loksins allur að lifna við eftir þetta langa langa sumarfrí. Fyrsta verkið okkar þessa önn, eins og vanalega, er að hefja massívar inntökuprufur.

Við erum að leita að sjarmerandi sóprönum, ötulum öltum,
tjáningafullum tenórum og brakandi bössum.
Tengiru? Kíkktu þá til okkar!

 og ef þú ert í vafa um í hvaða rödd þú ert þá ekki hafa áhyggjur! Kórstjórinn okkar lætur þig vita hvaða rödd hentar þínu raddsviði best 👍

Fleiri upplýsingar getiði fundið á Facebook eventinu.

Hlökkum til að sjá þig!

//////////////////////

[ENGLISH]

Hello beautiful song birds!

The Háskólakór is holding auditions next week on the 29th and the 31st of August!

The choir is finally stirring awake after a long long summer vacation and our first plan of action is holding grand auditions.

 We are looking for Striking Sopranos, Astonishing Altos, Terrifying Tenors and Breathtaking Basses. Is that you? Then do stop by our tryouts!

And if you’re unsure about which voice you are, no worries! The conductor will tell you which voice best suits your vocal range 👍

More information on our Facebook event!

Looking forward to seeing you!

Hæhó og jibbí jei!

Gleðilegan Þjóðhátíðardag!

Það er aldeilis búið að vera mikið að gera hjá Háskólakórnum þessa önn en nú er starfsemi kórsins *næstum því* komin í sumarfrí 🍹🌴🌸
Okkar síðasta verk, eins og vanalega, er að taka þátt í útskriftarhátíð Háskólans og er það bara núna á laugardaginn þar sem við munum syngja nokkur lög fyrir lýðinn 🗣🗣🎶🎶 👩🏼‍🎓👨🏻‍🎓

En ég vil nýta tækifærið og þakka fyrir síðasta ár! Starfsárið samanstóð af 7 tónleikum (3 á Spáni!), 7 messur, 1 útskrift (bráðum 3), um 150 klst af æfingu og fjöldan allan af framkomum á hinum ýmsum stöðum (Háskóladagurinn, íslandsbanki, UN Women’s ljósagangann svo eitthvað sé nefnt). Allt pakkað í aðeins 9 mánuði 😮

Njótið sumarsins og ég hlakka til að sjá ykkur í ágúst❤

English

Happy national day!

It’s certainly been a busy semester for the Háskólakór! However, now things are finally dwindling down as the choir will soon take a summer break until next August. Before that, our last performance, as always, will be at the University of Iceland’s graduation ceremonies this weekend where we will sing a couple of songs for the graduating students 🗣🗣🎶🎶 👩🏼‍🎓👨🏻‍🎓.

I want to use this oppurtunity to thank you guys for the last two semesters! 
It was composed of 7 concerts (3 of which in Spain!), 7 masses, 3 graduation ceremonies, around 150 hours of singing practice, and various performances all over (University Day, Íslandsbank, UN Women’s light walk to name a few). That’s a lot that we’ve packed into less than 9 months! 😮

Enjoy your summer break and I look forward to seeing you in August ❤

Are you a Quizzard, Harry?

Gathering all Harry Potter fans!⚡⚡
The University Choir wishes to invite you to THE Harry Potter quiz of the century on the 14th of April at the Studentakjallari at 9pm
Why? Well, at the end of May, the University Choir will be going to Spain to perform with other choirs in Alcala as well as partaking in The University of Salamanca’s 800th year anniversary celebration 😵
This of course costs money but with your help we hope to lower the expenses a bit which would make everyone, especially the broke University students who just love to sing, happier❤
 
Check out the event here

UN Women ljósaganga – Ekki láta þig vanta!

Á morgun er alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Í tilefni þess er UN Women að bjóða í ljósagöngu niðrí bæ og mun kórinn að sjálfsögðu mæta og sýna stuðning og jafnvel syngja nokkur lög í lok fyrir gangendur! #Höfumhátt!

Gangan byrjar á Arnarhóli kl. 17.30. 
Facebook event

ENGLISH

Tomorrow is the International Day for the Elimination of Violence against Women. Like the years before, to shed „light“ on the day and it’s significance, the Un Women will be having a light-walk in downtown Reykjavik. The Haskolakor will of course be there as well to show support and even sing a couple of songs at the end of the walk.

The walk starts at 17:30 on top of Arnarhóll. 

Kórin fór í myndatöku!

Fyrir stuttu fór kórinn í myndatöku! Okkur fannst algjörlega nauðsýnlegt að deila myndinni sem kom úr því með ykkur.

Þvílík fegurð!😍😵

ENGLISH

A short while ago, the Haskolakor got their photo taken! We deemed it absolutely necessary to share the result with the world.
What Beauty!😍😵