Inntökuprufur kórsins

Á nýju ári leitar kórinn að nýjum meðlimum sem hafa áhuga á söng og samveru.
Inntökuprufur kórsins verða haldnar í Kapellunni í Aðalbyggingu HÍ núna á miðvikudaginn 14.janúar kl 17:00.
Vonumst til þess að sjá sem flesta 🙂

Now that we have reached a new year the Choir is looking for new members
The auditions will be held in the chapel in the main building of HÍ this Wednesday, the 14th of January, at 17:00.
Looking forward to seeing you there 🙂

Hausttónleikar Háskólakórsins

Háskólakórinn heldur tónleika í Neskirkju fimmtudagskvöldið 27. nóvember nk. Á tónleikunum verða sungin kórverk eftir íslensk tónskáld á borð við Báru Grímsdóttur, Jón Leifs og Hróðmar Inga Sigurbjörnsson. Einnig syngur kórinn lög eftir Benjamin Britten og Jóhannes Brahms auk þess sem nokkrir kórfélagar stíga fram og syngja einsöng.
Verðlag er eftirfarandi:

Almennt verð: 1500 kr.
Nemar, börn og eldri borgarar: 1000 kr.

The University choir’s autumn concert will be held in Neskirkja 27th of November at 20:00. The choir will perform songs by Icelandic composers such as Báru Grímsdóttir, Jón Leifs and Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson . The choir will also perform songs by Benjamin Britten and Johannes Brahms, as well as a few members of the choir will perform songs solo.
The price is as follows:

General price: 1500 kr.
Students, seniors and children: 1000 kr.

Event on Facebook
https://www.facebook.com/events/323951447793085/?ref=25&sid_reminder=1781634953587458048

Haustfundur

Fimmtudaginn 18.september var haldinn haustfundur kórsins en þar var kosið í nefndir og önnur embætti innan kórsins. Nýju meðlimirnir voru duglegir að bjóða sig fram og það er frábært að fá svona öflugt fólk í kórinn. Allar nefndir voru fullmannnaðar og embætti fyllt auk þess sem kórinn söng og skemmti sér saman.

Staðsetning inntökuprufa

Staðsetning raddprufa hefur breyst, í stað þess að vera í stofu 201 í Odda þá verða prufurnar haldnar í Hátíðarsalnum í Aðalbyggingunni. Tímasetning er sú sama.
Hlökkum til að sjá sem flesta :)!

The place for the auditions has changed, instead of taking place in room 201 in Oddi, they will be held in the Hátíðarsalur in the main building. The time remains the same.
Looking forward to seeing you all :)!

Inntökuprufur

Kæru nemendur
Fimmtudaginn 4.september og mándaginn 8.september fara fram raddprufur í stofu 201 í Odda frá kl 17.00 – 20.00 báða daga.
Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á söng og að kynnast nýju fólki til þess að mæta.
Hlökkum til að sjá sem flesta!

Dear students
Thursday the 4th of September and Monday the 8th of September there will be auditions held in Oddi, in room 201 from 17.00 – 20.00.
We encourage everyone who is interested in singing and meeting new people to come .
Looking forward to seeing you all!

Ný stjórn kosin

Í vor var kosin ný stjórn í kórnum og tók hún við störfum á stjórnskiptafundi 28.júlí síðastliðin.
Stjórnarmeðlimir eru eftirfarandi:

Guðmundur Alfreðsson, formaður
Bergljót Halla Kristjánsdóttir, varaformaður
Björn Bjarnsteinsson, gjaldkeri
Þuríður Skarphéðinsdóttir, ritari
Margrét Wendt, meðstjórnandi
Sævar Örn Einarsson, tengiliður

Stjórnin þakkar þeirri gömlu fyrir vel unnin störf og hlakkar til að takast á við verkefni vetursins.

Inntökuprufur og ný önn.

Nú er ný önn að hefjast, og því leitar Háskólakórinn að hressu og metnaðarfullu fólki til að bætast í hópinn. Raddprufur verða haldnar í Neskirkju, fimmtudaginn 5. september og föstudaginn 6. september kl.17:00. Við hvetjum alla söngufugla að mæta og láta ljós sitt skína.

Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Háskólakórnum. Í haust munum við meðal annars flytja Requiem eftir Mozart ásamt ýmsum öðrum verkum, íslenskum sem og erlendum. Á vorönn er svo áætlað að halda út fyrir landsteinana í tónleikaferðalag.

Á meðan við kveðjum sumarið með trega hlökkum við til þess að takast á við ögrandi verkefni vetrarins.


	

Ný stjórn

Á aðalfundi Háskólakórsins sem haldinn var þann 12. júlí síðastliðinn var kjörin ný stjórn. Sú stjórn tók svo við störfum á stjórnarskiptafundi 11.ágúst. Hana skipa:

Margrét Gunnarsdóttir, formaður

Sigrún Sæmundsen, varaformaður

Leó Jóhannsson, gjaldkeri

Arnbjörg Soffía Árnadóttir, ritari

Bergljót Halla Kristjásndóttir, meðstjórnandi

Sævar Örn Einarsson, tengiliður

Á meðan gömul stjórn lætur að störfum með trega þá hlakkar ný stjórn til þess að takast á við þau spennandi verkefni sem bíða hennar á næstu önn.

Aðalfundur Háskólakórsins 2013

Senn líður að lokum þessa frábæra starfsárs kórsins. Aðalfundur verður haldinn þann 12.júlí næstkomandi.
Á dagskrá verða venjubundin aðalfundarstörf auk þess sem kynntur verður nýr siðasáttmáli kórsins og nýr formaður og stjórn kosin. Að fundi loknum ætla kórmeðlimir að gleðjast saman, kveðja þetta kórár og um leið hefja annað frábært söngár Háskólakórsins 🙂

Háskólakórinn á ferð og flugi

Nú er Háskólakórinn lagður af stað í vorferð hringinn í kringum landið. Ætlunin er að halda tónleika á vel völdum stöðum og skemmta þar sveitungum og öðrum velunnurum kórsins. Efnisskrá kórsins er að vanda fjölbreytt og samanstendur af bæði íslenskum og erlendum perlum kórtónlistar. Íslensk lög eru áberandi á efnisskránni og sungin verða verk eftir þekkt tónskáld á borð við Jón Leifs, Gunnstein Ólafsson, Þóru Marteinsdóttur og Hróðmar I Sigurbjörnsson. Kórmeðlimir munu einnig flytja tónlistaratriði í léttari kantinum á milli þess sem að kórinn syngur.

Tónleikar verða sem hér segir:

Sunnudaginn 26.maí kl.17 í Hafnarkirkju á Höfn í Hornafirði,
Þriðjudaginn 28.maí kl.20:30 í Eskifjarðarkirkju á Eskifirði,
Miðvikudaginn 29.maí kl.21:30 í Reykjahlíðarkirkju, Mývatni,
Laugardaginn 1.júní kl. 18 í Glerárkirkju á Akureyri

Verið hjartanlega velkomin!

//

The University Choir is now travelling around the country and singing on concerts in chosen places. The concerts will be as follows:

Sunday the 26th of May at 17:00 in Hafnarkirkja, Höfn in Hornafjörður,
Tuesday the 28th of May at 20:30 in Eskifjarðarkirkja in Eskifjörður,
Wednesday the 29th of May at 21:30 in Reykjahlíðarkirkja in Mývatn,
Saturday the 1st of June at 18:00 in Glerárkirkja in Akureyri.

All music lovers welcome!