Haustfundur

Haustfundurinn var haldinn í síðustu viku! Það var aldeilis ljúft að setjast eftir æfingu með bjór og hamborgara og kynnast nýju meðlimum sem og endurkynnast hinum gömlu ❤ En það var nú ekki aðal tilgangurinn heldur var fundurinn nýttur í að skipa í nefndir kórsins. Nefndirnar voru skipaðar á eftirfarandi hátt:

Nýliðafulltrúi // Newbie contact (the 6th member of the board) –
Sunna Sturludóttir
Kaffinefnd // Coffee committee – Sigurd Gundersen og Julius Elfving
Skemmtinefnd // Fun committee – Greipur Garðarsson, Sædís Harpa Stefánsdóttir, Sunna Sturludóttir, Ásthildur Hanna Ólafsdóttir, Þorvaldur Bollason og Henrý Þór Jónsson
Ferðanefnd // Travel committee – Lea Pokorny, Axel Björnsson, Mishy Wang og Kyra Kleinstapel
Trúnaðarfólk // Confidants – Guðmundur Alfreðsson og Deirdre Clark
Hirðljósmyndarar // Photographers – Diljá Appelsína og Sverrir Már Sverrisson
Skiptinematengiliður/Contact person for foreign members – Sigríður Kristjana Ingimarsdóttir

Yndislegt fólk og vel valið í þessar nefndir! Ég er að segja ykkur það, þessi önn á eftir að vera geggjuð!!

Kv. ein spennt✌😳

Ny önn og New Beginings!

LOKSINS er önnin að byrjar aftur og þar afleiðandi kórinn að hefja starfsemi sína aftur! Þetta er búið að vera langt og kórlaust sumar svo það verður aldeilis gleði að sameinast aftur á fyrstu æfingu kórsins eftir nokkra daga!

Áhugasamir geta kíkt til okkar í inntökuprufu sem verða haldnar í næstu viku 😉 Háskólakórinn býður upp á skemmtilegt hobbí og svoleiðis öflugt félagslíf svo ekki láta þig vanta! 

Starfsár kórsins lítur einnig út fyrir að vera fjær því leiðinlegt. Hann Gunnsteinn ljúfi kórstjórinn okkar er að fagna 10 ára starfsafmæli sem kórstjóri Háskólakórsins og verður haldið uppá það með því að ráðast í aldeilis metanaðarfullt verkefni. Við ætlum að flytja Dixit Dominus eftir G.F. Händel með einsöngvurum og hljómsveit. Mögulega í fyrsta sinn sem þetta er flutt á íslandi (eða svo segir Gunnsteinn). Algjör veisla!

English

FINALLY a new semester of choir is starting! It’s going to be delightful to start singing again after a long and choirless summer! 

If you’re interested in joining us, we will be having auditions next week! The Háskólakór offers a fun organized hobby alongsides your studies as well as a lively social life so be sure to be there 😉

This year the choir will be celebrating Gunnsteinn’s 10th year as our choir conductor! In honor of this we will be tackling a difficult piece, Dixit Dominus by G.F. Händel with soloist and a band. This might very well be the first time this is performed in Iceland by and Icelandic choir! (Or so says Gunnsteinn). Delightful!

Hausttónleikar Háskólakórsins/Autumn concert

Háskólakórinn heldur hausttónleika sína í Neskirkju sunnudaginn 20. nóvember kl. 16.00. Kórinn syngur magnað verk, Gloriu, eftir breska tónskáldið John Rutter, einnig Lorca-svítu eftir Rautavaara, Sing and Rejoice eftir Knut Nystedt og að auki fjölbreytt íslensk kórlög. Málmblásarasveit Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins leikur með kórnum sem og norski orgelleikarinn Birgit Djupedal.

Stjórnandi Háskólakórsins er Gunnsteinn Ólafsson.

Lesa áfram „Hausttónleikar Háskólakórsins/Autumn concert“

Inntökuprufur og almennar upplýsingar

Raddprufur verða haldnar í Aðalbyggingunni fimmtudaginn 3. september og mánudaginn 7.september frá kl 17:00 -20:00 báða dagana

Auditions for new members will be held in the main building, Thursday the 3rd of September and Monday the 7th of September from
17:00 – 20:00 both days.

Ný kórstjórn kjörin

Ný kórstjórn var kjörin 3. júlí síðastliðinn.

Í nýrri stjórn eru:
Formaður: Örlygur Sævarsson.
Varformaður: Oddgeir Páll Georgsson
Gjaldkeri: Hafrún Sjöfn Harðardóttir
Ritari: Þorkell Máni Þorkelsson
Meðstjórnandi: Henrý Þór Jónsson.
Tengiliður nýliða verður kosin síðar.

Þökkum fráfarandi stjórn fyrir vel unnin störf.

Tónleikar Háskólakórsins og Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins

Frumflutningur hér á landi á Sjávarsinfóníunni
130 manna hópur ungmenna í Háskólakórnum og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins frumflytja hér á landi Sjávarsinfóníuna eða A Sea Symphony eftir Ralph Vaughan Williams í Langholtskirkju  21. mars, klukkan 17:00  og  23. mars, klukkan 20:00.

EINSÖNGVARAR VERÐA: Tui Hirv sópran frá Eistlandi  og Fjölnir Ólafsson baritón.

Stjórnandi er Gunnsteinn Ólafsson.

Sjávarsinfónían er eitt magnaðasta verk breska tónskáldsins. Það byggir á kvæði eftir Walt Whitman og lýsir baráttu sjómanna við hafið á magnaðan hátt!

Háskólakórinn og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins hafa átt með sér í gott samstarf um árabil. Saman hafa þau tekist á við stærstu verk tónbókmenntanna en einnig pantað ný verk eftir íslensk tónskáld.

Almennt miðaverð er 2500 kr.
Miðaverð fyrir stúdenta, eldri borgara og öryrkja: 1500 kr.

The University choir and the Symphony of young people will perform A Sea Symphony by Ralph Vaughan Williams for the first time in Iceland in Langholtskirkja on the 21st of March at 17:00 and the 23rd of March at 20:00.

Soloists will be:
Tui Hirv, soprano from Estonia and Fjölnir Ólafsson baritone

Conductor is Gunnsteinn Ólafsson

A Sea Symphony is a one of the best works of the composer, it is based on a poem by Walt Whitman and describes the struggle between the sailors and the sea in a powerful way!

The University choir and the orchestra of the young people have been working successfully together for years. Together they have took on the greatest pieces of music history and also ordered new pieces by Icelandic composers.

Ticket price is 2.500 ISK
Ticket price for students, the elderly and people with disabilities is 1.500 ISK.

Inntökuprufur kórsins

Á nýju ári leitar kórinn að nýjum meðlimum sem hafa áhuga á söng og samveru.
Inntökuprufur kórsins verða haldnar í Kapellunni í Aðalbyggingu HÍ núna á miðvikudaginn 14.janúar kl 17:00.
Vonumst til þess að sjá sem flesta 🙂

Now that we have reached a new year the Choir is looking for new members
The auditions will be held in the chapel in the main building of HÍ this Wednesday, the 14th of January, at 17:00.
Looking forward to seeing you there 🙂

Hausttónleikar Háskólakórsins

Háskólakórinn heldur tónleika í Neskirkju fimmtudagskvöldið 27. nóvember nk. Á tónleikunum verða sungin kórverk eftir íslensk tónskáld á borð við Báru Grímsdóttur, Jón Leifs og Hróðmar Inga Sigurbjörnsson. Einnig syngur kórinn lög eftir Benjamin Britten og Jóhannes Brahms auk þess sem nokkrir kórfélagar stíga fram og syngja einsöng.
Verðlag er eftirfarandi:

Almennt verð: 1500 kr.
Nemar, börn og eldri borgarar: 1000 kr.

The University choir’s autumn concert will be held in Neskirkja 27th of November at 20:00. The choir will perform songs by Icelandic composers such as Báru Grímsdóttir, Jón Leifs and Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson . The choir will also perform songs by Benjamin Britten and Johannes Brahms, as well as a few members of the choir will perform songs solo.
The price is as follows:

General price: 1500 kr.
Students, seniors and children: 1000 kr.

Event on Facebook
https://www.facebook.com/events/323951447793085/?ref=25&sid_reminder=1781634953587458048

Haustfundur

Fimmtudaginn 18.september var haldinn haustfundur kórsins en þar var kosið í nefndir og önnur embætti innan kórsins. Nýju meðlimirnir voru duglegir að bjóða sig fram og það er frábært að fá svona öflugt fólk í kórinn. Allar nefndir voru fullmannnaðar og embætti fyllt auk þess sem kórinn söng og skemmti sér saman.