Háskólakórinn og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins koma saman á ný og ætla að þessu sinni að flytja messu í As-dúr eftir Franz Schubert ásamt einvalaliði einsöngvara. Stjórnandi er Gunnsteinn Ólafsson.
Að auki verður frumflutt verkið Kvöldlokka eftir Þóru Marteinsdóttir sem samið var í tilefni 40 ára afmælis Háskólakórsins, konsert fyrir orgel, strengi og pákur í g-moll efitr Francis Poulenc og Land, þjóð og tunga eftir Gunnstein Ólafsson sem frumflutt var á 100 ára afmæli Háskóla Íslands í fyrra.
Tónleikar verða tvennir, þann 25. og 27. nóvember 2012 kl.20:00 og verða haldnir í Langholtskirkju. Allir velkomnir!
Einleikari: Guðný Einarsdóttir orgel
Einsöngvarar:
Helga Margrét Marzellíusardóttir sópran
Hildigunnur Einarsdóttir alt
Hlöðver Sigurðsson tenór
Jóhann Kristinsson bassi
Miðaverð er 2500 kr.
1500 kr. fyrir nema, eldri borgara og öryrkja.