Áheyrnarprufur fyrir haustönn 2012

Nú þegar ný önn er að hefjast leitar Háskólakórinn að hressu og metnaðarfullu söngfólki fyrir komandi vetur.

Háskólakórinn syngur og æfir af krafti en í ár er kórinn 40 ára og má því búast við viðburðaríku afmælisári. Kórinn stendur einnig fyrir öflugu félagsstarfi þar sem m.a. er farið í æfingabúðir, haldin er árshátíð og fjöldamörg partý ásamt öðrum skemmtunum.

Æfingar fara fram á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 – 19:30 í Neskirkju.

RADDPRUFUR VERÐA HALDNAR Í NESKIRKJU, ÞRIÐJUDAGINN 4. SEPTEMBER KL. 17:00 OG MIÐVIKUDAGINN 5.SEPTEMBER KL. 16:00.
Söngur bætir, hressir og kætir og því hvetjum við alla söngfugla til að mæta og láta ljós sitt skína.

Skildu eftir svar