Nú eru kórmeðlimir komnir aftur í stórborgina eftir að hafa brugðið undir sig betri fætinum og haldið í æfingabúðir í Hlíðardalsskóla.
Þar var Schubert sunginn fram og tilbaka, ásamt því að meðlimir skemmtu sér saman og nýliðar voru formlega boðnir velkomnir í kórinn.
Skemmtinefnd stóð fyrir óvissuferð í byrjun október en þá rölti kórinn í litlum hópum upp og niður Öskjuhlíðina, glímdi við allskonar þrautir og hristi hópinn saman. 🙂