Áheyrnarprufur fyrir Háskólakórinn/Auditions for the University Choir

Kæru söngfuglar!

Nú þegar ný önn er að hefjast leitar Háskólakórinn að hressu og
metnaðarfullu fólki til að bætast í hópinn.

RADDPRUFUR VERÐA HALDNAR Í NESKIRKJU,
FIMMTUDAGINN 12. JANÚAR KL. 17:00.

Háskólakórinn syngur og æfir af krafti en kórinn stendur einnig fyrir
öflugu félagsstarfi þar sem m.a. er farið í æfingabúðir, árshátíð er
haldin og fjöldi annarra skemmtana eiga sér stað.

Kórinn heldur í vetur upp á 40 ára starfsafmæli sitt og má því búast við viðburðaríku ári og verður til að mynda farið í utanlandsferð til Austurríkis og Ungverjalands í vor.

Æfingar fara fram á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 í Neskirkju.

Söngur bætir, hressir og kætir og því hvetjum við alla söngfugla til að
mæta og láta ljós sitt skína.

Við bendum áhugasömum á tölvupóstinn okkar hér að neðan og á Facebook- síðuna okkar
http://www.facebook.com/pages/Háskólakórinn/149428359834?ref=ts til að nálgast frekari upplýsingar.

ENGLISH:
The University Choir is looking for new members for this semester.

AUDITIONS FOR THE CHOIR WILL BE IN NESKIRKJA the 12TH OF JANUARY AT 17:00.

As well as singing and practicing together we also throw the best parties and are extremely fun people to be around. This spring we will also go abroad singing in Austria and Hungary.

Choir rehearsals are on Tuesdays and Thursdays at 17:15 in Neskirkja.

We encourage all song loving to come and let their light shine.

Those who are interested can also send us an e-mail (can find it on the bottom of the page) or have a look at our Facebook- page
http://www.facebook.com/pages/Háskólakórinn/149428359834?ref=ts for more
informations.

Skildu eftir svar