Áheyrnarprufur Háskólakórsins 15.janúar 2013.

Nú þegar ný önn er að hefjast leitar Háskólakórinn að hressu og metnaðarfullu söngfólki fyrir komandi vetur.

Háskólakórinn syngur og æfir af krafti en kórinn stendur einnig fyrir öflugu félagsstarfi þar sem m.a. er farið í æfingabúðir, haldin er árshátíð og fjöldamörg partý ásamt öðrum skemmtunum. Þessa önnina eru mörg spennandi verk á dagskrá ásamt stóru ferðalagi í vor.

Æfingar fara fram á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 í Neskirkju.

RADDPRUFUR VERÐA HALDNAR Í NESKIRKJU 15.JANÚAR 2013 KL.16:30.

Söngur bætir, hressir og kætir og því hvetjum við alla söngfugla til að mæta og láta ljós sitt skína.

Endilega hafið samband við okkur á kor@hi.is ef einhverjar spurningar vakna.

Jólatónleikar Háskólakórsins

Háskólakórinn heldur sína árlegu jólatónleika föstudagskvöldið 21.desember kl.20 í Neskirkju.

Að vanda verða tónleikarnir hátíðlegir, afslappaðir og fallegir og til þess eins haldnir að blása jólaandanum fólki í brjóst.

Almennt miðaverð er 1500 kr. en 1000 kr. fyrir börn, nema, öryrkja og aldraða.

Við hlökkum til að sjá þig og þína! 🙂

Háskólakórinn flytur messu í As-dúr ásamt Sinfóníuhljómsveit unga fólksins og frumflytur afmælisverk sitt: Kvöldlokku.

Háskólakórinn og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins koma saman á ný og ætla að þessu sinni að flytja messu í As-dúr eftir Franz Schubert ásamt einvalaliði einsöngvara. Stjórnandi er Gunnsteinn Ólafsson.

Að auki verður frumflutt verkið Kvöldlokka eftir Þóru Marteinsdóttir sem samið var í tilefni 40 ára afmælis Háskólakórsins, konsert fyrir orgel, strengi og pákur í g-moll efitr Francis Poulenc og Land, þjóð og tunga eftir Gunnstein Ólafsson sem frumflutt var á 100 ára afmæli Háskóla Íslands í fyrra.

Tónleikar verða tvennir, þann 25. og 27. nóvember 2012 kl.20:00 og verða haldnir í Langholtskirkju. Allir velkomnir!

Einleikari: Guðný Einarsdóttir orgel
Einsöngvarar:
Helga Margrét Marzellíusardóttir sópran
Hildigunnur Einarsdóttir alt
Hlöðver Sigurðsson tenór
Jóhann Kristinsson bassi

Miðaverð er 2500 kr.
1500 kr. fyrir nema, eldri borgara og öryrkja.

Schubert í æfingabúðum

Nú eru kórmeðlimir komnir aftur í stórborgina eftir að hafa brugðið undir sig betri fætinum og haldið í æfingabúðir í Hlíðardalsskóla.

Þar var Schubert sunginn fram og tilbaka, ásamt því að meðlimir skemmtu sér saman og nýliðar voru formlega boðnir velkomnir í kórinn.

Skemmtinefnd stóð fyrir óvissuferð í byrjun október en þá rölti kórinn í litlum hópum upp og niður Öskjuhlíðina, glímdi við allskonar þrautir og hristi hópinn saman. 🙂

Haustfundur afstaðinn

Þriðjudaginn 18.september var haldinn haustfundur kórsins en þar var kosið í nefndir og önnur embætti innan kórsins. Kórinn skartar mörgum og góðum kórfélögum, nýjum sem gömlum og voru allar nefndir og embætti fyllt auk þess sem kórinn trallaði og skemmti sér saman.

Kraftur í kórnum!

Í gær komu gamlir og nýjir söngfuglar saman á fyrstu æfingu haustannarinnar. Æfingin gekk vonum framan og var almenn gleði og spenningur yfir komandi söngári.

Inntökuprufur gengu vel og voru vel sóttar. 30 nýjir meðlimir voru teknir inn og eru þeir boðnir velkomnir í kórinn.

Áheyrnarprufur fyrir haustönn 2012

Nú þegar ný önn er að hefjast leitar Háskólakórinn að hressu og metnaðarfullu söngfólki fyrir komandi vetur.

Háskólakórinn syngur og æfir af krafti en í ár er kórinn 40 ára og má því búast við viðburðaríku afmælisári. Kórinn stendur einnig fyrir öflugu félagsstarfi þar sem m.a. er farið í æfingabúðir, haldin er árshátíð og fjöldamörg partý ásamt öðrum skemmtunum.

Æfingar fara fram á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 – 19:30 í Neskirkju.

RADDPRUFUR VERÐA HALDNAR Í NESKIRKJU, ÞRIÐJUDAGINN 4. SEPTEMBER KL. 17:00 OG MIÐVIKUDAGINN 5.SEPTEMBER KL. 16:00.
Söngur bætir, hressir og kætir og því hvetjum við alla söngfugla til að mæta og láta ljós sitt skína.

Háskólakórinn í sumardvala

Löngu og viðburðarríku kórári lauk þann 19. júlí sl. þegar aðalfundur Háskólakórsins var haldinn. Á árinu hefur kórinn komið fram á fjölmörgum viðburðum, ásamt því að gefa út geisladiskinn Álfavísur og ferðast út fyrir landsteinana. Starfsemin hefur sjaldan verið jafn viðamikil eins og þetta seinasta starfsár.

Á fundinum var kjörin ný stjórn. Fráfarandi stjórn er þakkað fyrir frábærlega unnið starf sér í lagi þau sem stóðu vaktina í tvö ár.

Nú leggst kórinn í sumar-dvala sem verður þó með styttra móti í ár þar sem seinasta kórár var í lengra lagi.

Kórstarfið hefst aftur í lok ágúst eða byrjun september.

Auka aðalfundur 26. janúar.

Haldinn var auka aðalfundur þann 26. janúar sl. í Neskirkju. Nú hafa tekið til starfa nýr formaður (Edda Ósk) og varaformaður (Birna Hlín). Þar að auki tók Margrét við af Guðrúnu Ingu í ferðanefnd, Atli Steinn og Sigríður gengu til liðs við fjáröflunarnefnd og Bryndís og Heiða Björk eru komnar í kaffinefnd. Uppfærðan nefnda og stjórnar lista er nú að finna hér á heimasíðunni undir Háskólakórinn.
Að lokum viljum við þakka Hugrúnu Fjólu fyrrverandi formanni fyrir vel unnin störf!

Áheyrnarprufur fyrir Háskólakórinn/Auditions for the University Choir

Kæru söngfuglar!

Nú þegar ný önn er að hefjast leitar Háskólakórinn að hressu og
metnaðarfullu fólki til að bætast í hópinn.

RADDPRUFUR VERÐA HALDNAR Í NESKIRKJU,
FIMMTUDAGINN 12. JANÚAR KL. 17:00.

Háskólakórinn syngur og æfir af krafti en kórinn stendur einnig fyrir
öflugu félagsstarfi þar sem m.a. er farið í æfingabúðir, árshátíð er
haldin og fjöldi annarra skemmtana eiga sér stað.

Kórinn heldur í vetur upp á 40 ára starfsafmæli sitt og má því búast við viðburðaríku ári og verður til að mynda farið í utanlandsferð til Austurríkis og Ungverjalands í vor.

Æfingar fara fram á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 í Neskirkju.

Söngur bætir, hressir og kætir og því hvetjum við alla söngfugla til að
mæta og láta ljós sitt skína.

Við bendum áhugasömum á tölvupóstinn okkar hér að neðan og á Facebook- síðuna okkar
http://www.facebook.com/pages/Háskólakórinn/149428359834?ref=ts til að nálgast frekari upplýsingar.

ENGLISH:
The University Choir is looking for new members for this semester.

AUDITIONS FOR THE CHOIR WILL BE IN NESKIRKJA the 12TH OF JANUARY AT 17:00.

As well as singing and practicing together we also throw the best parties and are extremely fun people to be around. This spring we will also go abroad singing in Austria and Hungary.

Choir rehearsals are on Tuesdays and Thursdays at 17:15 in Neskirkja.

We encourage all song loving to come and let their light shine.

Those who are interested can also send us an e-mail (can find it on the bottom of the page) or have a look at our Facebook- page
http://www.facebook.com/pages/Háskólakórinn/149428359834?ref=ts for more
informations.