Áheyrnarprufur Háskólakórsins 15.janúar 2013.

Nú þegar ný önn er að hefjast leitar Háskólakórinn að hressu og metnaðarfullu söngfólki fyrir komandi vetur.

Háskólakórinn syngur og æfir af krafti en kórinn stendur einnig fyrir öflugu félagsstarfi þar sem m.a. er farið í æfingabúðir, haldin er árshátíð og fjöldamörg partý ásamt öðrum skemmtunum. Þessa önnina eru mörg spennandi verk á dagskrá ásamt stóru ferðalagi í vor.

Æfingar fara fram á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 í Neskirkju.

RADDPRUFUR VERÐA HALDNAR Í NESKIRKJU 15.JANÚAR 2013 KL.16:30.

Söngur bætir, hressir og kætir og því hvetjum við alla söngfugla til að mæta og láta ljós sitt skína.

Endilega hafið samband við okkur á kor@hi.is ef einhverjar spurningar vakna.

Skildu eftir svar