—English below—
Þá hefur Háskólakórinn lokið flutningi sínum á Carmina Burana ásamt Ungfóníunni. Háskólakórinn stóð sig með stakri prýði og hefur fengið mikið hrós fyrir sinn hlut í verkinu. Kórinn var sáttur við sitt framlag og þakkar öllum þeim sem stóðu að baki honum ásamt því að þakka öllum þeim sem mættu á tónleikana.
Þrátt fyrir að þessu stóra verkefni sé lokið er ekki þar með sagt að starfsári Háskólakórsins sé lokið. Núna hefur kórinn tekið nótur sínar upp á nýjan leik og hafið raust sína af fullum krafti.
Í maí stefnir kórinn vestur á land til að sýna Vestfirðingum söngsnilli sína og aðra hæfileika. Háskólakórinn æfir því af fullum krafti því ekki vill hann valda Vestfjarðarvíkingum neinum vonbrigðum. Ekki er þó talin hætta á að það muni gerast. Meiri upplýsingar koma síðar um þessa svaðilför Háskólakórsins.
Biðjum að heilsa á bili!
Háskólakórinn
—English—
The University Choir has now finished perfoming Carmina Burana with the Youth Orchestra. The Choir did that with much pride and there have been high voices of its great performances. The Choir wants to thank everyone who has helped us make this dream come true and also wants to thank everyone who came to our concerts.
Although our biggest assignment this year has come to an end the University Choir has not stopped singing. We have started rehearsing again and new projects are in our hands. We are singing outloud and with much confidence.
In May the Choir sets its goal on the Westfjords. We are heading there for a concert-springtrip and we are really looking forward to it. We are going to reahears until then with our heads held up so we won´t fail the Westfjordwikings.
That’s it for now. Best regards,
The University Choir