Ný verkefni framundan! / New projects ahead!

—English below—

Þá hefur Háskólakórinn lokið flutningi sínum á Carmina Burana ásamt Ungfóníunni. Háskólakórinn stóð sig með stakri prýði og hefur fengið mikið hrós fyrir sinn hlut í verkinu. Kórinn var sáttur við sitt framlag og þakkar öllum þeim sem stóðu að baki honum ásamt því að þakka öllum þeim sem mættu á tónleikana.

Þrátt fyrir að þessu stóra verkefni sé lokið er ekki þar með sagt að starfsári Háskólakórsins sé lokið. Núna hefur kórinn tekið nótur sínar upp á nýjan leik og hafið raust sína af fullum krafti.

Í maí stefnir kórinn vestur á land til að sýna Vestfirðingum söngsnilli sína og aðra hæfileika. Háskólakórinn æfir því af fullum krafti því ekki vill hann valda Vestfjarðarvíkingum neinum vonbrigðum. Ekki er þó talin hætta á að það muni gerast. Meiri upplýsingar koma síðar um þessa svaðilför Háskólakórsins.

Biðjum að heilsa á bili!

Háskólakórinn

—English—

The University Choir has now finished perfoming Carmina Burana with the Youth Orchestra. The Choir did that with much pride and there have been high voices of its great performances. The Choir wants to thank everyone who has helped us make this dream come true and also wants to thank everyone who came to our concerts.

Although our biggest assignment this year has come to an end the University Choir has not stopped singing. We have started rehearsing again and new projects are in our hands. We are singing outloud and with much confidence.

In May the Choir sets its goal on the Westfjords. We are heading there for a concert-springtrip and we are really looking forward to it. We are going to reahears until then with our heads held up so we won´t fail the Westfjordwikings.

That’s it for now. Best regards,

The University Choir

O Fortuna!

English below

———–

Háskólakórinn og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins munu halda tónleika í Langholtskirkju dagana 5. og 6. mars kl. 17 og 7. mars kl. 20. Þessi flotti hópur ungmenna mun flytja hið víðfræga verk Carl Orffs, Carmina Burana undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Auk þess mun Ungfónían flytja fiðlukonsert eftir Haydn.

Einsöngvarar verða, Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran, Pétur Úlfarsson drengsópran, Hlöðver Sigurðsson tenór og Jón Svavar Jósefsson barítónn, einleikari á fiðlu verður Gunnhildur Daðadóttir.

Forsala aðgöngumiða á kor@hi.is, í síma 823-7888 eða hjá meðlimum Háskólakórsins og Ungfóníunnar

Almennt miðaverð: 3.000 kr. Eldri borgarar/ nemar/ öryrkjar: 2.000 kr.

———–

University Choir and Youth Orchestra perform in Langholtskirkja Carl Orff: CARMINA BURANA and Joseph Haydn: Violin concerto in C major

Saturday 5th of March at 5 pm, Sunday 6th of March at 5 pm and Monday 7th of March at 8 pm.

Soloists:

Bylgja Dís Gunnarsdóttir – Soprano

Pétur Úlfarsson – Boy soprano

Hlöðver Sigurðsson – Tenor

Jón Svavar Jósefsson – Baritone

Gunnhildur Daðadóttir – Violin

Conductor: Gunnsteinn Ólafsson

Ticket presale by mail at kor@hi.is, by phone at 823-7888 or from members of University Choir and Youth Orchestra

Price: 3.000 kr. Senior citizens/ students: 2.000 kr.

Nóg að gera hjá Háskólakórnum/ Enough to do for the University Choir

—English below—

Nú síðastliðinn laugardag hafði Háskólakórinn í nógu að snúast! Mætt var á æfingu kl. 13 og æft var af fullum krafti en síðan um kl. 14 steig kórinn á svið í Háskólabíói og söng fyrir nýútskrifaða kandídata frá Háskóla Íslands. Kórinn fékk mikið lof fyrir sönginn en Maístjarnan vakti sérstaklega mikla lukku að mati nokkurra áhorfenda.

Síðar um kvöldið hélt Háskólakórinn sína árlegu árshátíð. Var hún haldin í sal Stangaveiðifélags Reykjavíkur en maturinn dásamlegi kom frá Vox. Voru meðlimir mjög prúðbúnir og skemmtu sér hið besta. Skemmtiatriði voru, eins og alltaf, mjög skemmtileg enda hefur kórinn upp á marga skemmtikrafta að bjóða. Dansinn og söngurinn dunaði síðan fram eftir kvöldi. Einstaklega vel heppnuð árshátíð hjá kórnum og á skemmtinefnd kórsins lófaklapp skilið.

Nú fer að líða að Carmina Burana tónleikum hjá kórnum en þeir verða næstu helgi. Framundan eru því stífar æfingar ásamt Ungfóníu og einsöngvurum til þess að gera þetta fullkomið. Mikil spenna er í loftinu enda er þetta magnað verk.

Nánari upplýsingar koma síðar í þessari viku en einnig er hægt að nálgast upplýsingar hér: http://www.facebook.com/event.php?eid=190222194346047&ref=ts

Kórinn kveður að sinni!

—English version—

Last saturday the Choir had a lot to do. It sang in graduation from the University of Iceland and did it with much pride. The choir had also a little practice before and did nothing but good things there.

The Choir also had its annual ball. The dinner came from Vox and was magnificent.

The University Choir will host 3 concerts next weekend so there is going to be alot to do. Practices with the Young Symphony and soloists are ahead and that ist just to make sure that the concerts will be perfect for the audience.

More information on the concerts will come later this week but for now you can check this site: http://www.facebook.com/event.php?eid=190222194346047&ref=ts

That’s it for now!

Háskólakórinn syngur á Háskólatorgi! /The University Choir sings at Háskólatorg!

—English below—

Laugardaginn 19. febrúar verður Háskóladagurinn haldinn hátíðlegur. Að því tilefni mun Háskólakórinn syngja nokkur lög í Háskóla Íslands, nánar tiltekið á Háskólatorgi.

Háskóladagurinn er árlegur kynningardagur háskólanna þar sem meðal annars námsframboð skólanna er kynnt. Fjölbreytt dagskrá er í boði og mun Háskólakórinn koma fram kl. 11:45 á Háskólatorgi!

Nánari upplýsingar um opið hús Háskóla Íslands er að finna hér: http://www.hi.is/skolinn/dagskra_vidburda_og_skemmtiatrida

Kærar kveðjur,

Háskólakórinn

Next saturday, the 19th of February, the University Choir will take its part in open school day in the University of Iceland.

The University Choir will sing few songs on Háskólatorg at 11:45.

Come and join us there!

The University Choir

Æfingabúðir Háskólakórsins!

Helgina 4.-6. febrúar hélt Háskólakórinn í æfingabúðir. Fóru þær fram í Hlíðardalsskóla, sem er rétt hjá Þorlákshöfn. Þrátt fyrir slæm veðurskilyrði létu meðlimir kórsins það ekki á sig fá og mættu langflestir galvaskir á æfingu kl. 8 á föstudagskvöldið. Laugardagurinn var síðan tekinn með trompi og var æft frá 10-19, með pásum að sjálfsögðu.

Háskólakórinn æfði Carmina Burana eftir Carl Orff að fullum krafti enda fer að styttast í tónleika kórsins með Ungfóníunni. Æfingarnar gengu vægast sagt frábærlega og er kórinn fullur eftirvæntingar fyrir tónleikunum.

Á laugardagskvöldinu voru nýir meðlimir vígðir inn í kórinn ásamt því að raddir (sópran, alt, tenór, bassi) sýndu skemmtiatriði. Að lokum var haldin fyrsta hæfileikakeppni Háskólakórsins og gekk hún vonum framar.

Myndir frá helginni fara síðan að detta inn hægt og rólega, fylgist spennt með!

Við þökkum meðlimum Háskólakórsins kærlega fyrir mjög vel heppnaða helgi.

Kær kveðja,

Stjórnin

P.s. Segja má að Yaris hafi verið bíll ferðarinnar en þrír slíkir bílar komust fram og til baka án stórtækra vandræða.

Áheyrnarprufur vor 2011/Auditions spring 2011

Áheyrnarprufur verða haldnar 11. janúar 2011 kl 16.30 í Neskirkju.

Auditions will be held 11 January 2011 at 16.30 in Neskirkja. Hope to see you there! Check the page „English“ for further informations about the choir and it’s program.

Í byrjun mars er stefnt á að flytja Carmina Burana eftir Carl Orff ásamt Sinfóníuhljómsveit unga fólksins. Í vor verður farið í innanlandsferð og mun einnig verða gefinn út fyrsti geisladiskur kórsins undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Í gegnum tíðina hefur kórinn þó gefið út tvo geisladiska og tvær vinyl plötur. Það verður því nóg að gera hjá kórnum ásamt því að viðhalda öflugu skemmtanalífi sínu!

1. desember – Hátíðardagur stúdenta

Miðvikudaginn 1. desember mun Háskólakórinn taka þátt í hátíðarhöldum stúdenta við Háskóla Íslands. Hefð hefur verið fyrir hátíðarhöldum stúdenta þennan dag frá árinu 1922.

Formleg hátíðardagskrá hefst klukkan 10.00 með samkomu í Hátíðarsalnum í Aðalbyggingu Háskóla Íslands.

Klukkan 12.00 hefst dagskrá á Háskólatorgi. Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson mun flytja ávarp og að því loknu verða flutt tónlistaratriði og mun Háskólakórinn syngja nokkur lög.

Klukkan 13.00 heldur Háskólakórinn síðan tónleika í anddyri Aðalbyggingar Háskóla Íslands. Tónleikarnir eru öllum opnir.

Nánari dagskrá stúdentahátíðarinnar er að finna hér.

Hausttónleikar

Hausttónleikar Háskólakórsins verða haldnir í Neskirkju, þriðjudaginn 23. nóvember 2010 kl 20:00.

Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson

Á tónleikunum verða m.a. flutt verk eftir Jón Leifs og Gunnstein Ólafsson.

Miðaverð: 2000 kr

Nemar, eldri borgarar, öryrkjar: 1500 kr

Svæði kórmeðlima

Hæ allir, -English below-

Núna erum við komin með nýtt spjall í gang! Til að skrá ykkur inn smellið þið á „members area“ hér fyrir ofan og skráið ykkur inn.
Mælt er með því að þið breytið sjálfgefna lykilorðinu strax og þið skráið ykkur inn. Endilega stofnið nýja spjallþræði!

Á næstu dögum munu einnig myndaalbúm og ýmsar upplýsingar um kórmeðlimi eingöngu verða aðgengilegar skráðum meðlimum.
Ef þið lendið í veseni við innskráningu látið okkur vita hér að neðan og við svörum eins fljótt og hægt er!

Hi, now we got our new forum up and running, to sign up go to „members area“ in the menu tab above. I recommand to change the given password at your first sign-in.

Then you can visit and chat on our forum under the menu tap Spjallið.

Fjáröflun!!

Fjáröflunarnefnd auglýsir eftir sniðugum fjáröflunarhugmyndum! Hvað sem þér dettur í hug, við þurfum böns af monnís fyrir vorferðina. / The fundraising commitee wants your fundraising ideas!