Nóg að gera hjá Háskólakórnum/ Enough to do for the University Choir

—English below—

Nú síðastliðinn laugardag hafði Háskólakórinn í nógu að snúast! Mætt var á æfingu kl. 13 og æft var af fullum krafti en síðan um kl. 14 steig kórinn á svið í Háskólabíói og söng fyrir nýútskrifaða kandídata frá Háskóla Íslands. Kórinn fékk mikið lof fyrir sönginn en Maístjarnan vakti sérstaklega mikla lukku að mati nokkurra áhorfenda.

Síðar um kvöldið hélt Háskólakórinn sína árlegu árshátíð. Var hún haldin í sal Stangaveiðifélags Reykjavíkur en maturinn dásamlegi kom frá Vox. Voru meðlimir mjög prúðbúnir og skemmtu sér hið besta. Skemmtiatriði voru, eins og alltaf, mjög skemmtileg enda hefur kórinn upp á marga skemmtikrafta að bjóða. Dansinn og söngurinn dunaði síðan fram eftir kvöldi. Einstaklega vel heppnuð árshátíð hjá kórnum og á skemmtinefnd kórsins lófaklapp skilið.

Nú fer að líða að Carmina Burana tónleikum hjá kórnum en þeir verða næstu helgi. Framundan eru því stífar æfingar ásamt Ungfóníu og einsöngvurum til þess að gera þetta fullkomið. Mikil spenna er í loftinu enda er þetta magnað verk.

Nánari upplýsingar koma síðar í þessari viku en einnig er hægt að nálgast upplýsingar hér: http://www.facebook.com/event.php?eid=190222194346047&ref=ts

Kórinn kveður að sinni!

—English version—

Last saturday the Choir had a lot to do. It sang in graduation from the University of Iceland and did it with much pride. The choir had also a little practice before and did nothing but good things there.

The Choir also had its annual ball. The dinner came from Vox and was magnificent.

The University Choir will host 3 concerts next weekend so there is going to be alot to do. Practices with the Young Symphony and soloists are ahead and that ist just to make sure that the concerts will be perfect for the audience.

More information on the concerts will come later this week but for now you can check this site: http://www.facebook.com/event.php?eid=190222194346047&ref=ts

That’s it for now!

Skildu eftir svar