1. desember – Hátíðardagur stúdenta

Miðvikudaginn 1. desember mun Háskólakórinn taka þátt í hátíðarhöldum stúdenta við Háskóla Íslands. Hefð hefur verið fyrir hátíðarhöldum stúdenta þennan dag frá árinu 1922.

Formleg hátíðardagskrá hefst klukkan 10.00 með samkomu í Hátíðarsalnum í Aðalbyggingu Háskóla Íslands.

Klukkan 12.00 hefst dagskrá á Háskólatorgi. Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson mun flytja ávarp og að því loknu verða flutt tónlistaratriði og mun Háskólakórinn syngja nokkur lög.

Klukkan 13.00 heldur Háskólakórinn síðan tónleika í anddyri Aðalbyggingar Háskóla Íslands. Tónleikarnir eru öllum opnir.

Nánari dagskrá stúdentahátíðarinnar er að finna hér.

Skildu eftir svar