Háskólakórinn á ferð og flugi

Nú er Háskólakórinn lagður af stað í vorferð hringinn í kringum landið. Ætlunin er að halda tónleika á vel völdum stöðum og skemmta þar sveitungum og öðrum velunnurum kórsins. Efnisskrá kórsins er að vanda fjölbreytt og samanstendur af bæði íslenskum og erlendum perlum kórtónlistar. Íslensk lög eru áberandi á efnisskránni og sungin verða verk eftir þekkt tónskáld á borð við Jón Leifs, Gunnstein Ólafsson, Þóru Marteinsdóttur og Hróðmar I Sigurbjörnsson. Kórmeðlimir munu einnig flytja tónlistaratriði í léttari kantinum á milli þess sem að kórinn syngur.

Tónleikar verða sem hér segir:

Sunnudaginn 26.maí kl.17 í Hafnarkirkju á Höfn í Hornafirði,
Þriðjudaginn 28.maí kl.20:30 í Eskifjarðarkirkju á Eskifirði,
Miðvikudaginn 29.maí kl.21:30 í Reykjahlíðarkirkju, Mývatni,
Laugardaginn 1.júní kl. 18 í Glerárkirkju á Akureyri

Verið hjartanlega velkomin!

//

The University Choir is now travelling around the country and singing on concerts in chosen places. The concerts will be as follows:

Sunday the 26th of May at 17:00 in Hafnarkirkja, Höfn in Hornafjörður,
Tuesday the 28th of May at 20:30 in Eskifjarðarkirkja in Eskifjörður,
Wednesday the 29th of May at 21:30 in Reykjahlíðarkirkja in Mývatn,
Saturday the 1st of June at 18:00 in Glerárkirkja in Akureyri.

All music lovers welcome!

Vortónleikar Háskólakórsins

Vortónleikar Háskólakórsins verða haldnir í Neskirkju næstkomandi fimmtudag, 11.apríl kl.20.

Á efnisskrá eru ýmis verk, þekkt og óþekkt. Meðal annars verður Nänie eftir Brahms og Víti eftir Jón Leifs flutt ásamt öðrum íslenskum og erlendum perlum.

Að þessu sinni verður Söngfjelagið sérstakur gestakór sem flytja mun nokkur lög með Háskólakórnum.

Almennt miðaverð á tónleikana eru 2000 kr. en 1500 kr. fyrir nema, öryrkja, eldri borgara og börn. Miðasala verður á staðnum.

Í maímánuði mun Háskólakórinn halda í tónleikaferð hringinn í kringum landið, en þessir tónleikar verða þeir einu sem haldnir verða á höfuðborgarsvæðinu í vor. Því hvetjum við þig að láta tækifærið ekki renna þér úr greipum.

Hlökkum til að sjá alla tónlistarunnendur í sólskinsskapi!

//

Háskólakórinn’s spring concerts will be held in Neskirkja on Thursday the 11th of April at 20:00.

We will sing a variety of pieces, including Nänie by Brahms and Víti by Jón Leifs along with other Icelandic and foreign pieces.

We will have a special guest choir singing with us at the concert. Söngfjelagið will come and join us in a few songs.

Ticket price is 2000 kr. but 1500 kr. for students, senior citizens, children and disabled. Ticket sale will be in Neskirkja before the concert.

In may, Háskólakórinn will go on tour round Iceland, but these are the only concerts planned in the city so don’t miss the opportunity of seeing the choir live.

We look forward to seeing all music lovers!

Æfingar á fullu farti

Um þessar mundir æfir Háskólakórinn af fullum krafti fyrir fyrirhugaða tónleikaferð hringinn í kringum landið í lok maí.
Nýlega voru haldnar æfingabúðir í Logalandi og ríkti mikil ánægja með þær meðal meðlima, en góð mæting var og að sjálfsögðu mikið stuð. Hæfileikakeppni Háskólakórsins var haldin í 3ja sinn og var keppnin hörð enda margir hæfileikaríkir innan kórsins. Fyrstu verðlaun hlaut svo sjálfur kórstjórinn Gunnsteinn ásamt Árna og Róberti fyrir frumsaminn texta og einstaklega skemmtilegan flutning á laginu Gangnam Style.

Söngurinn ómar á nýju ári

Nú hafa áheyrnarprufur verið haldnar og gengu þær vonum framar. Við bjóðum alla nýliða velkomna í kórinn og hvetjum þá sem ekki komust inn að þessu sinni að reyna aftur í haust.
Einnig var auka-aðalfundur haldinn þar sem Garðar tengiliður er farinn í skiptinám þessa önnina en í hans stað var kosinn Róbert Torfason.
Mikil eftirvænting ríkir meðal kórsins fyrir komandi önn og spennandi nýjum verkefnum.

Áheyrnarprufur Háskólakórsins 15.janúar 2013.

Nú þegar ný önn er að hefjast leitar Háskólakórinn að hressu og metnaðarfullu söngfólki fyrir komandi vetur.

Háskólakórinn syngur og æfir af krafti en kórinn stendur einnig fyrir öflugu félagsstarfi þar sem m.a. er farið í æfingabúðir, haldin er árshátíð og fjöldamörg partý ásamt öðrum skemmtunum. Þessa önnina eru mörg spennandi verk á dagskrá ásamt stóru ferðalagi í vor.

Æfingar fara fram á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 í Neskirkju.

RADDPRUFUR VERÐA HALDNAR Í NESKIRKJU 15.JANÚAR 2013 KL.16:30.

Söngur bætir, hressir og kætir og því hvetjum við alla söngfugla til að mæta og láta ljós sitt skína.

Endilega hafið samband við okkur á kor@hi.is ef einhverjar spurningar vakna.

Jólatónleikar Háskólakórsins

Háskólakórinn heldur sína árlegu jólatónleika föstudagskvöldið 21.desember kl.20 í Neskirkju.

Að vanda verða tónleikarnir hátíðlegir, afslappaðir og fallegir og til þess eins haldnir að blása jólaandanum fólki í brjóst.

Almennt miðaverð er 1500 kr. en 1000 kr. fyrir börn, nema, öryrkja og aldraða.

Við hlökkum til að sjá þig og þína! 🙂

Háskólakórinn flytur messu í As-dúr ásamt Sinfóníuhljómsveit unga fólksins og frumflytur afmælisverk sitt: Kvöldlokku.

Háskólakórinn og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins koma saman á ný og ætla að þessu sinni að flytja messu í As-dúr eftir Franz Schubert ásamt einvalaliði einsöngvara. Stjórnandi er Gunnsteinn Ólafsson.

Að auki verður frumflutt verkið Kvöldlokka eftir Þóru Marteinsdóttir sem samið var í tilefni 40 ára afmælis Háskólakórsins, konsert fyrir orgel, strengi og pákur í g-moll efitr Francis Poulenc og Land, þjóð og tunga eftir Gunnstein Ólafsson sem frumflutt var á 100 ára afmæli Háskóla Íslands í fyrra.

Tónleikar verða tvennir, þann 25. og 27. nóvember 2012 kl.20:00 og verða haldnir í Langholtskirkju. Allir velkomnir!

Einleikari: Guðný Einarsdóttir orgel
Einsöngvarar:
Helga Margrét Marzellíusardóttir sópran
Hildigunnur Einarsdóttir alt
Hlöðver Sigurðsson tenór
Jóhann Kristinsson bassi

Miðaverð er 2500 kr.
1500 kr. fyrir nema, eldri borgara og öryrkja.

Schubert í æfingabúðum

Nú eru kórmeðlimir komnir aftur í stórborgina eftir að hafa brugðið undir sig betri fætinum og haldið í æfingabúðir í Hlíðardalsskóla.

Þar var Schubert sunginn fram og tilbaka, ásamt því að meðlimir skemmtu sér saman og nýliðar voru formlega boðnir velkomnir í kórinn.

Skemmtinefnd stóð fyrir óvissuferð í byrjun október en þá rölti kórinn í litlum hópum upp og niður Öskjuhlíðina, glímdi við allskonar þrautir og hristi hópinn saman. 🙂

Haustfundur afstaðinn

Þriðjudaginn 18.september var haldinn haustfundur kórsins en þar var kosið í nefndir og önnur embætti innan kórsins. Kórinn skartar mörgum og góðum kórfélögum, nýjum sem gömlum og voru allar nefndir og embætti fyllt auk þess sem kórinn trallaði og skemmti sér saman.

Kraftur í kórnum!

Í gær komu gamlir og nýjir söngfuglar saman á fyrstu æfingu haustannarinnar. Æfingin gekk vonum framan og var almenn gleði og spenningur yfir komandi söngári.

Inntökuprufur gengu vel og voru vel sóttar. 30 nýjir meðlimir voru teknir inn og eru þeir boðnir velkomnir í kórinn.