Háskólakórinn á ferð og flugi

Nú er Háskólakórinn lagður af stað í vorferð hringinn í kringum landið. Ætlunin er að halda tónleika á vel völdum stöðum og skemmta þar sveitungum og öðrum velunnurum kórsins. Efnisskrá kórsins er að vanda fjölbreytt og samanstendur af bæði íslenskum og erlendum perlum kórtónlistar. Íslensk lög eru áberandi á efnisskránni og sungin verða verk eftir þekkt tónskáld á borð við Jón Leifs, Gunnstein Ólafsson, Þóru Marteinsdóttur og Hróðmar I Sigurbjörnsson. Kórmeðlimir munu einnig flytja tónlistaratriði í léttari kantinum á milli þess sem að kórinn syngur.

Tónleikar verða sem hér segir:

Sunnudaginn 26.maí kl.17 í Hafnarkirkju á Höfn í Hornafirði,
Þriðjudaginn 28.maí kl.20:30 í Eskifjarðarkirkju á Eskifirði,
Miðvikudaginn 29.maí kl.21:30 í Reykjahlíðarkirkju, Mývatni,
Laugardaginn 1.júní kl. 18 í Glerárkirkju á Akureyri

Verið hjartanlega velkomin!

//

The University Choir is now travelling around the country and singing on concerts in chosen places. The concerts will be as follows:

Sunday the 26th of May at 17:00 in Hafnarkirkja, Höfn in Hornafjörður,
Tuesday the 28th of May at 20:30 in Eskifjarðarkirkja in Eskifjörður,
Wednesday the 29th of May at 21:30 in Reykjahlíðarkirkja in Mývatn,
Saturday the 1st of June at 18:00 in Glerárkirkja in Akureyri.

All music lovers welcome!

Skildu eftir svar