Heil helgi kóruð – A Weekend of Choir

Föstudaginn síðastliðinn hélt kórinn á svaðilför í Reykholtsdal fyrir hina árlegu haust-kórbúðir. Í þetta sinn voru búðirnar haldnar í félagsheimilinu Logaland:


 
Fékk staðurinn góðar 7,75 í einkunn fyrir aðstæður og staðsetningu af ánægðum kórmeðlimum sem skemmtu sér konunglega þessa helgi. 

Ferðinni var nýtt í að æfa nýtt verk, Dixit Dominus eftir G.F. Händel (sem Háskólakórinn mun flytja á sérstökum hausttónleikum) ásamt ýmsum öðrum verkum.
Einnig var hrisst upp í hópnum, nýjum kórmeðlimum kynnt almennilega fyrir gömlum kórmeðlimum og vice versa. 

Einn hápunkturinn var þó algjörlega laugardagsæfingin í Reykholtskirkju! Sóknarpresturinn Geir Waage tók vel á móti okkur og fræddi okkur vel um ævisögu Snorra Sturlusonar sem bjó um tíð í Reykholti.
Þið getið frætt ykkur um Snorra og Reykholtskirkju hér.Mynd af æfingu

ENGLISH

 Last Friday The Haskolakor went on an epic journey to Reykholtsdal for the annual autumn Choir camp! This time the camp was held in the Logaland Community Centre. Happy choir-campers gave the Centre a solid 8 out of 10 for good location and facilities. (See picture above).

The camp was spent practicing Dixit Dominus by G.F. Händel as well as to bring the new and old choir-members closer together. 

A highlight from the trip was definitely the Saturday practice in Reykholts-church. The priest himself, Geir Waage, was even so kind to educate us thoroughly on Snorri Sturluson and his affiliation with the church. 
If you’re curious, you can read more about that here

Skildu eftir svar