Inntökuprufur og ný önn.

Nú er ný önn að hefjast, og því leitar Háskólakórinn að hressu og metnaðarfullu fólki til að bætast í hópinn. Raddprufur verða haldnar í Neskirkju, fimmtudaginn 5. september og föstudaginn 6. september kl.17:00. Við hvetjum alla söngufugla að mæta og láta ljós sitt skína.

Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Háskólakórnum. Í haust munum við meðal annars flytja Requiem eftir Mozart ásamt ýmsum öðrum verkum, íslenskum sem og erlendum. Á vorönn er svo áætlað að halda út fyrir landsteinana í tónleikaferðalag.

Á meðan við kveðjum sumarið með trega hlökkum við til þess að takast á við ögrandi verkefni vetrarins.


	

Ný stjórn

Á aðalfundi Háskólakórsins sem haldinn var þann 12. júlí síðastliðinn var kjörin ný stjórn. Sú stjórn tók svo við störfum á stjórnarskiptafundi 11.ágúst. Hana skipa:

Margrét Gunnarsdóttir, formaður

Sigrún Sæmundsen, varaformaður

Leó Jóhannsson, gjaldkeri

Arnbjörg Soffía Árnadóttir, ritari

Bergljót Halla Kristjásndóttir, meðstjórnandi

Sævar Örn Einarsson, tengiliður

Á meðan gömul stjórn lætur að störfum með trega þá hlakkar ný stjórn til þess að takast á við þau spennandi verkefni sem bíða hennar á næstu önn.